Gamlar myndir frá toppgíg Eyjafjallajökuls

026.jpg
Gosið er eins og fram kemur í toppgíg Eyjafjallajökuls.
 
Efsta myndin er tekin á tindi Hámunds sem er hæsti hluti jökulsins og hluti af gígriminni. Í fjarska sést í lægri tind en hægra megin er toppgígurinn sjálfur.
 
Eldsprungan er hægra megin við tindinn í fjarska, eiginlega þar sem birtan fellur á jökulinn. Munum að sprungan nær yfir gígrimina.
 
Næsta mynd er tekin frá Hámundi í norðvestur og þarna er Guðnasteinn sem sumir kalla Goðastein. Á milli er sjálfur toppgígurinn.
 
028.jpg
Þriðja myndin er tekin á Innra-Skolti og er horft yfir til Guðnasteins sem ber hæst og Ytra-Skolts sem illa sést í rökkrinu en er fyrir ofan hamrana hægra megin við miðja mynd.
 
Á fjórðu myndinni er horft til norðurs, út skarðið milli Ytra-Skolts og Innra-Skolts.
 
Þarna í forgrunni er stór hluti af toppgígnum. Hann er fullur af jökli en eins og fram hefur komið víða hefur sá jökull dregist saman á undanförnum árum og er líklega mun minni en sér á myndinni.
 
007.jpg
Á fimmtu myndinni sér niður Gígjökul og á Lónið við jökulsporðinn. Affallið úr lóninu rennur til norðvesturs. Þarna niður er líklega um 1000 m fall.
 
Sjötta og síðasta myndin er af göngumönnum sem eru að klífa upp Hámund að austanverðu. Í baksýn er Eyjafjallajökull, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökull. Stórfenglegt útsýni.
 
Allar myndirnar tók ég þann 6. janúar 2001. 

 

  

004.jpg

 

 

 

 

 

 

  

009.jpg

 

 

 

 

 

 

 

022b.jpg

 


 
 

mbl.is Flóðið hefur náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Takk fyrir útskýringar og myndir.

Ásta María H Jensen, 14.4.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: corvus corax

Flottar myndir ...sennilega er eitthvað öðruvísi umhorfs á staðnum núna.

corvus corax, 14.4.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband