Hvers vegna skelfur jörð ofan Steinsholtsjökuls?

Enn minnir Eyjafjallajökull á sig og afneitar kannski króanum á Fimmvörðuhálsi. Nákvæmlega á þeim stað sem jarðskjálftinn var í morgun hafa verið gríðarlega margir jarðaskjálftar undanfarna mánuði. Þetta er nokkuð fyrir ofan Steinsholtsjökul.

Jarðfræðingar halda því fram að þarna hefði í raun eldgosið átt að koma fram en ekki á Fimmvörðuhálsi. Ástæðan er líklega sú að æðandi bergkvikjan leitar þangað upp þar sem bergið opnast fyrir henni og einhverra hluta vegna álpaðist hún upp á Hálsinum.

Sumir halda að gosinu sé því sem næst lokið á Fimmvörðuhálsi en jarðfræðingar benda samt á þá staðreynd þetta kunni aðeins vera hlé. Þannig var það í Surtsey fyrir, segja þeir.

Menn ættu ekki að vera of fljótir á sér að afskrifa eldgosið á Eyjafjallajökli eða Fimmvörðuhálsi, jafnvel í Kötlu. Afar berdreymin kona fullyrðir að á næstu tuttugu árum muni verða eldgos á Íslandi. Ég hef aldrei haft nokkurn snefil af spádómsgáfu en held því fram að það muni rigna af og til í Reykjavík næsta hálfan mánuðinn.


mbl.is Jarðskjálfti upp á 3,2 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getur verið að gígurinn sé einfaldlega stíflaður og enn sé kvika að brjótast um þarna undir jöklinum?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2010 kl. 09:35

2 identicon

Væri þá ekki bara hægt að hella í hann stíflueyði?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband