Stjórnmálafrćđingar koma í stađ jarđfrćđinga

Ţađ er sko engin gúrkutíđ í fréttamennskunni. Gosiđ á Fimmvörđuhálsi er í ţann vegin ađ deyja út ţegar skýrsla rannsóknarnefndar Alţingi er birt. Stríđsfyrirsagnirnar verđa áfram á pappírsfjölmiđlum og veffjölmiđlum.

Jarđfrćđingar, jarđeđlisfrćđingar, veđurfrćđingar og allir ţessir frćđingar hafa haldiđ ţví fram ađ gosiđ geti veriđ í eina viku, tvćr, einn mánuđ eđa tvö, eitt ár eđa tvö, eina öld eđa tvö. Katla gjósi eđa gjósi ekki. Lögreglan, almannavarnir, björgunarsveitir hafa getađ berađ bringu sína og sagt okkur forvitnum áhorfendum ađ vera, fara, vera, fara, vera, fara. Ţeir voru svo uppteknir viđ ađ passa okkur ađ ţeir gátu ekki einu sinni andskotast til ađ setja búkka fyrir veginn upp í Emstrur. 

Núna eru vaktaskipti. Inná sviđiđ stíga stjórnmálamennirnir sem keppast viđ ađ endurritađ fortíđ sína og halda ţví fram ađ ţeir hafi hvort tveggja gert, séđ fyrir hruniđ og varađ viđ vondu köllunum. Vandamáliđ er bara ađ ţeir eiga í smávćgilegum vandrćđum međ ađ sanna ţađ.

Í stađinn fyrir almannavarnir stígur rannsóknarnefnd Alţingis fram á sviđiđ og í fótspor hennar nefndin sem á ađ fatta upp á ţví hvađ eigi eiginlega ađ gera viđ skýrsluna.

Í stađinn fyrir lögregluna koma fjölmiđlamenn, fćstir eru til ađ upplýsa okkur almúgann, heldur segja okkur hvađa skođun viđ eigum ađ hafa. Svo kalla fjölmiđlamenn fjölmiđlamenn til ráđgafar, Egill Helgason býđur fjölmiđlamönnum í viđtal og í síđdegisţáttunum bergmála fjölmiđlamenn fjölmiđlamenn. 

Og hverjir skyldu nú koma í stađinn fyrir jarđfrćđingana, jarđeđlisfrćđingana, veđurfrćđingana og alla ţessa frćđinga. Jú, stjórnmálafrćđingarnir, sagnfrćđingarnir og fjölmiđlafrćđingar munu fylgjast međ óróamćlunum á sviđi hins daglega stjórnmállífs. Ţeir munu túlka skođanir okkar almúgans hvort sem viđ viljum eđa ekki og ţeir munu halda ţví fram međ vísun til kuklsins ađ viđ vitum ekki hvađ viđ viljum.

Og hvađ međ okkur, hina sjálfskipuđu „sérfrćđinga“. Jú, viđ tuđum og rífum bloggkjaft. Fjölmiđlamenn segja ađ bloggiđ leikiđ á reiđiskjálfi rétt eins og ţeir töluđu um sjónarspiliđ á Fimmvörđuhálsi.

Svo hjađnar ţetta allt saman. Sérstakur saksóknari byrjar ađ ákćra vondu kallana, Icesave viđrćđurnar byrja aftur, sveitastjórnarkosningarnar detta inn og atvinnulausir láta ríkisstjórnarómyndina segja af sér rétt eftir hvítasunnu. Svona líđur tíminn og ég ... ég mun hringja í strákanna og viđ munum rölta upp á Fimmvörđuháls, míga á hrauniđ, skúra, raka, tína upp bjórdósir, ţrífa Fimmvörđuskála, bćta olíu á hann og kannski ... kannski munum viđ ganga á skíđum upp á Eyjafjallajökul í vorblíđunni.

Svo gýs Katla kannski í haust ... segja stjórnmálafrćđingarnir, nei ég meina hinir ...


mbl.is Eldgosinu ađ ljúka?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ lítur út fyrir ađ ţú hafir smitast af spádómsgáfu?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 12.4.2010 kl. 01:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband