Fúkki heitir skálinn vegna óþefsins
11.4.2010 | 11:28
Legg til að allt verði gert til að ná fólkinu úr Fúkka. Skálin er afar ógeðfeldur vegna megnrar fúkkalyktar innan dyra. Enginn þarf að vera nema nokkrar mínútur þarna inni og leggst þá þessi ógeðfelldi þefur í öll föt. Má jafnvel finna hann löngu síðar þegar viðkomandi er kominn heim til sín.
Ég þekki Fúkka mjög vel og gisti oft í honum á árum áður. Hann var byggður af mikilli vankunnáttu. Svo þéttur er hann að enginn raki kemst inn nema í gegnum dyr og glugga. Og auðvitað kemst rakinn ekki heldur út og þess vegna fúnar skálinn innanfrá.
Þess ber auðvitað að geta að utan á Fúkka stendur hið opinbera nafn skálans. Hins vegar nota það nafn fæstir og flestir gæta sín á því að taka góðan sveig framhjá honum. Dæmi eru um að fólk sem lenti í hrakningum hér áður fyrr hafi leitað skjóls í kamrinum frekar en að fara í Fúkka.
Nú hefur Ferðafélag Íslands fengið Fúkka að gjöf frá heimamönnum og má gera fastlega ráð fyrir að hann verði rifinn og nýr og betri skáli byggður. Sá verður nefndur Ekkifúkki.
Föst á Fimmvörðuhálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég legg til að þetta fólk verði látið dúsa þarna þar til veður batnar, sökum fíflagangs síns. Það fer ekkert eftir viðvörunum veðurstofu eða almannavarna. Ef fólki er alltaf bjargað úr svona aðstæðum sem ekki eru hættulegar, hvernig í ósköpunum höldum við þá að fólk læri einhverntíma á að fara að ráðleggingum veðurstofu og almannavarna?
Hamarinn, 11.4.2010 kl. 11:49
Nei, minn kæri Sveinn. Af mannúarsjónarmiðum verður að bjarga fólkinu úr Fúkka. Til að koma til móts við sjónarmið þitt má kannski flytja það upp í Fimmvörðuskála og láta það dúsa þar í velystingum þangað til veðrinu slotar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.4.2010 kl. 11:53
Þetta fólk kom sér sjálft í þessa aðstöðu, það amar ekkert að því nema lyktin, og það á ekki að leggja í neinn kostnað til að bjarga einhverjum sem ekkert amar að sökum fíflagangs, Verð alltaf ósammála þér Sigurður.
Hamarinn, 11.4.2010 kl. 12:00
Nú er ég svolítið forvitinn.
Er þessi skáli einangraður?
Hamarinn, 11.4.2010 kl. 12:03
Hamar, þú misskilur grein Sigurðar. Ég les úr henni að fólkinu skuli bjargað úr skálanum. Hvorki veðurstofan né almannavarnir hafa varað fólk við honum.
Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 12:03
Gunnar.
Ég er ekki að misskilja neitt.
Hamarinn, 11.4.2010 kl. 12:05
Sýndu mér og fólkinu miskun, kæri Sveinn. Leyfum því að fara í Fimmvörðuskála, plís.
Já, Fúkki er alveg rosalega vel einangraður. Þegar kalt er úti er kalt inni í skálanum. Þegar hlýtt er úti er kalt inni í skálanum.
Og takk fyrir aðstoðina, Gunnar. Enginn hefur varað fólk við Fúkka. Ég fullyrði að lífi fólks og raunar alls mannkynsins er hætta búin vegna skálans.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.4.2010 kl. 12:09
Já já, ég skal leyfa fólkinu að fara.
En aldrei hef ég skilið af hverju menn einangra óupphitað húsnæði, og hafa það svo þétt að ekki lofti út. Það er ávísun á að það fúni fljótlega.
Faðir minn er með hús á Hesteyri, sem var byggt 1928, það er óeinangrað, og blæs lítillega inn í það, þar er ekki til fúi. Þegar við vorum að laga það eftir áratuga niðurníðslu, þá kom aldrei til greina að einangra það, því þá væri það ónýtt í dag. Það þarf að lofta um timbrið.
Hamarinn, 11.4.2010 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.