Mun iPad fylgja áskrift að Mogganum?
7.4.2010 | 13:57
Þó Robert Murdoch sé tekinn að reskjast er hann enn vakandi yfir framtíð fjölmiðla. Hann er einn af þeim sem skilur að framtíð dagblaða er fólginn í rafrænni útgáfu þess. Pappírsútgáfan mun hverfa. Til þess er iPad líklega það besta miðillinn milli fréttamanns og lesanda. Til viðbótar er iPad bók, vafri, netpóstur og fleira og fleira. Ég bíð spenntur eftir að hann komi hingað til lands.
Ég er frekar lélegur spámaður en ég ætla hér að leyfa mér að halda því fram að innan tveggja ára verði að mestu hætt að prenta Morgunblaðið á pappír og flestir noti tæki á borð við iPad. Og það sem meira er iPad verði innifalinn í þriggja ára áskrift að Mogganum.
Þegar sjónvarpsstöðin Stöð2 var stofnuð lagði hún í kostnað við að loka dagskrá sinni nema fyrir þeim sem gerðust áskrifendur. Þeir fengu í hendur tæki, svokallaðan afruglara, og þannig er það enn í dag. Núna finnst fæstum þessi tækni merkileg heldur grundvöllur fyrir rekstri sjónvarpsstöðvarinnar.
Núorðið telja flestir fram til skatts á tölvunni. Aðdragandinn hefur verið nokkur en nú má segja að skattframtalið í rafrænu formi sé afskapleg neytendavænt.
Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax með Moggann á iPad, hann er nú þegar til í pdf formati. Ég hef í líklega sex ár verið áskrifandi að netútgáfu Morgunblaðsins og myndi ekki vilja breyta því fyrir nokkurn mun.
Er iPad bjargvættur dagblaða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Athugasemdir
... þú gleymir að nefna hvað þetta verður gott fyrir gróðurinn.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:23
Hvur grefillinn ... held þó að það megi lesa á milli neðstu línanna.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2010 kl. 14:24
Þegar Stöð2 byrjaði að rugla dagskrá þurfti fólk að kaupa afruglarana. Það var ekki fyrr en síðar að Stöð2 breytti fyrirkomulaginu, þannig að afruglarar eru í eigu sjónvarpsstöðvarinnar en ekki áskrifenda.
Matthías Ásgeirsson, 7.4.2010 kl. 14:48
Auðvitað þurfti örvitinn að vita þetta. Takk fyrir að leiðrétta mig Matthías. Sé fyrir mér að áskrifendur kaupi iPad með ákskrift yfir ákveðið tímabil.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2010 kl. 16:09
Getur þú ekki fengið þér svona Sigurður og lánað mér um helgar og páska og svona þegar þú ert hvort sem er bara að príla uppi á fjöllum? Ég gæti lánað þér Kvenstýringuna í staðinn?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 16:37
Myndi gefa þér iPad ef Kvenstýringin stendur undir nafni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2010 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.