Hvenær segir stjórnin af sér? Svaraðu því maður!

Nei, við eigum ekki að kenna útlendingum um efnahagslegaar ófarir okkar eða bankahrunið. Munum að nú er eitt og hálft ár frá því þetta gerðist allt saman og hvernig er staðan hérna á landinu okkar:

  1. Verðbólgan er á uppleið
  2. Krónan er gjörsamlega verðlaus
  3. 16.000 manna eru atvinnulausir
  4. Þúsundir manna reiða sig á matargjafir í Reykjavík 
  5. Stýrivextir eru óviðráðanlegir
  6. Ríkisbankinn hirðir upp hvert fyrirtækið á fætur öðru
  7. Icesave málið er enn óleyst
  8. AFG neitar að aðstoða þjóðina
  9. Norðurlöndin hafa snúið baki við okkur
  10. Ríkið og stofnanir þess fá æ lakari einkunnir matsfyrirtækja

Það er alveg rétt sem ráðherrann Gylfi Magnússon segir, fátt er útlendingum að kenna. Hvernig stendur þá á því að staðan er jafnslæm og hún er. Hvers vegna þurfum við að sætta okkur við verðbólgu, ónýta krónu, gríðarlegt atvinnuleysi og svo framvegis?

Raunar getur mælskumaðurinn og ráðherrann vart litið glaður yfir farinn veg. Fyrir rúmu ári hrópaði hann manna hæst um nýtt Ísland. Fyrir vikið var hann kallaður í ríkisstjórn sem fagráðherra. Það segir nú sitthvað um hina ráðherrana. Hér er allt í niðurdrepandi vonleysi og framtíðin er ekki svo björt. Og þegar öllu er á botnin hvolft væri nú gott að fá svar ráðherrans við þeirri spurningu sem hvílir áreiðanlega á meirihlut þjóðarinnar:

Hvernær ætlar þessi stjórn að fara frá og eftirláta öðrum að stjórna landinu?

Ljóst er að núverandi stjórn hefur ekkert miðað þó svo að hún hreyki sér af því að loka fyrir nektarbúllur. Hún flækist fyrir öllu, uppbyggingu atvinnulífs, samningum við Breta og Hollendinga og ekki síst AFG. Traustið á ríkisstjórninni er ekkert, hvorki innanlands né utan. 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta lítur nú bara ansi hreint vel út að mínu mati.

Hamarinn, 7.4.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Íslenskum stjórnmálaflokkum er ekki treystandi til að leiða landið. Til þess skortir þá vitsmuni. Utanþingsstjórn er fýsilegust meðan við erum að komast út úr versta skaflinum. Á meðan ættu flokkarnir að fara í uppgjör við fortíðina og endurnýja allt sitt forystufólk.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.4.2010 kl. 22:08

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þjóðstjórn er vænlegasti kosturinn fram að kosningum að mínu mati.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 7.4.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Hamarinn

Ég legg til að Ólafur Grís taki að sér að stjórna landinu. Færi nú létt með það.

Hamarinn, 7.4.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Hvenær segir stjórnin af sér" spyr Sigurður Sigurðarson.

Sá sem svona spyr, verður að svara því í leiðinni hvaða, eða hverskonar, ríkisstjórn eigi að taka við.

Varla er nokkur vitiborin maður að tala um ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks, sem taki við af þeirri sem nú situr. Það er einfaldlega alvarleg siðblinda telja í fullri alvöru að fyrrnefndir flokkar eigi erindi í stjórnarráð Íslands.   

Jóhannes Ragnarsson, 8.4.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband