Jörð skelfur ofan við Steinsholtsjökul
6.4.2010 | 16:59
Hvernig skyldi standa á því að flestir jarðskjálftarnir séu undir Steinsholtsjökli sem er líklega um sex kílómetra í beinni loftlínu frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi?
Raunar er ekki gott að staðsetja skjálftana á þessu litla korti en engu að síður hafa þeir verið þarna að langmestu leyti síðustu vikurnar. Án þess að hafa um það neina hugmynd um hvað ég er að segja hafði ég alltaf ímyndað mér að á þessum slóðum myndi verða eldgos ef af því yrði.
Annars eru jarðfræðingar afar varkárir í opinberum yfirlýsingum rétt eins og aðrir fræðingar. Ástæðan er auðvitað sú að þeir menn dauðhræddir um að ekkert rætist sem þeir gerast svo djarfir að spá. En til hvers eru þessir færðingar ef þeir þora ekki að opna munnin nema um fortíðina?
- Jarðfræðingarnir segja: Ja, það gæti orðið gos en ef ekki þá gæti þessi órói haldið lengi áfram.
- Veðurfræðingarnir segja: Ja, það gæti rignt, en ef ekki rignir þá gæti orðið bjart.
- Stjórnmálafræðingarnir segja: Ja, flokknum gæti gengið vel en hins vegar gæti illa farið ef fáir kjósa hann.
Jarðskjálfti við gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Athugasemdir
Er Steinholtsjökull beint suður af ármótum Krossár og Markarfljóts?
Kolbrún Hilmars, 6.4.2010 kl. 17:56
Þetta er athyglis- og umhugsunarvert Sigurður
Jón Magnússon, 6.4.2010 kl. 18:10
Kolbrún, það er nokkurn vegin rétt hjá þér.
Jón, þú átt örugglega við kommentin um fræðingana! ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2010 kl. 19:00
Takk, Sigurður, þá er ég búin að ná þessu. Steinholtsjökull er ekki merktur inn á korti Landmælinganna (eina kortið sem ég á af svæðinu) en allir þessir skjálftar 4-5 km SSV af Básum eiga greinilega uppruna sinn þar. Merkilegt!
Kolbrún Hilmars, 6.4.2010 kl. 19:51
Kannski á eftir að koma þarna upp gos. Mér finnst, án þess að ég viti nokkuð hvað ég er að segja, að aðalgosið sé eftir. En ertu annars ekki of harður við veðurfræðingana? Þeir spá nú oft nokkuð ákveðið þó stundum bregðist spárnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 23:59
Jú, nafni, alveg tvímælalaust, en það má hafa gaman af því ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.