Standa póstar vörð á gönguleiðinni?

Settir verða upp póstar við gönguleiðina frá Skógum og á Sólheimajökli til að tryggja að fólk fari ekki upp í óveðrið.

Er að velta því hvort fundin hafa verið ný verkefni fyrir bréfbera. Jafnvel kemur til greina að þarna sé póstur til nafngreindra eða ónafngreindra ferðamanna sem ætla upp, nokkurs konar póststöð. Hef samt enga trú á einhver hafi skilið eftir tölvupósta.

Þá kemur til greina að þarna hafi verið sett upp upplýsingaskilti með tilkynningum til ferðamanna. 

Að öllu athuguðu hlýtur orðalagi að eiga ættir sínar að rekja til almannavarna sem geta vart kom komið frá sér fréttatilkynningu á réttu máli hvað þá að landafræðin sé rétt. Hvað er eiginlega að gerast á þeim bæ?


mbl.is Björgunarsveitir á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ekki eru blaðamenn MBL bestir í því að koma fyrir sig orði, eins og dæmin sanna.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flottir "póstar" - hvað með "vegpresta" ? gengur ekki hér

Jón Snæbjörnsson, 5.4.2010 kl. 12:33

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já Jón, þegar maður þykist vera fyndinn og reynir að snúa út úr gleymist margt. Eftir stendur að orðið póstur í þeirri merkingu sem notuð er í fréttinni er flestum illskiljanleg.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eins og þú hefur áður "nefnt" þá þarf fólk og þá líklega sérstaklega blaða og fréttafólk að vanda íslenskuna

Jón Snæbjörnsson, 5.4.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt, en það þurfum við öll að gera. Svo skiptir ekki minna máli að hafa staðreyndirnar á hreinu en ekki bergmála það sem birtist í óvönduðum fréttatilkynningum. Ég man það frá því ég starfaði sem blaðamaður þá varð flýtirinn flestum að fótakefli og þannig er það líka á hinu viðsjárverðu bloggtímum þegar allt virðist svo sennilegt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Karl Ingólfsson

Látum vera með "Póstana"

Það er hinsvegar stórmerkilegt að lesa um póstinn sem á að varna mönnum för UPP SÓLHEIMAJÖKULINN!....

 Ég veit ekki til þess að nokkurntíma hafi verið farið upp Sólheimajökul og upp á Mýrdalsjökul.

Það er hinsvegar merkilegt að margir tala um ökuleiðina að Mýrdalsjökli um Sólheimaheiði  sem "Sólheimajökulsleiðina"

Einhvern daginn tekur e-h þetta á nafnverði og skellir sér af Goðabungu og niður Sólheimjökulinn....  -Grunar að viðkomandi fari ekki langt og endi í kaldri, ómerktri gröf.

Karl Ingólfsson, 5.4.2010 kl. 13:24

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Satt að segja tók ég ekki eftir þessu. Ástæðan er líklega sú að oft eru ökuleiðir og gönguleiðir nefndar eftir kennileitum í nágrenninu. Þannig er líklega talað um ökuleiðina upp eða niður Sólheimajökul eða Sólheimajökulsleið. En rétt eins og þú segir þá er þetta beinlínis rangt og getur verið stórhættulegt.

Þó maður fegin vildi fullyrða að ferðamenn verði að nota heilbrigða skynsemi í ferðum sínum þá er viljinn mikill en þekkingi takmörkuð og þar af leiðandi verða slys.

Þannig var það að ég ók eitt sinn á vélsleða í sprungu á Vatnajökli vegna þess að ég fylgdi í hugsunarleysi „reyndari“ manni og fylgdist ekki með umhverfinu. Síðar, þegar ég skoðaði myndir sem ég hafði tekið áður en slysið varð kom ég auga á svo ótal hættumerki sem ég hafði látið fram hjá mér fara.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2010 kl. 13:31

8 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ef það er ekki innihald fréttarinnar þá er það orðalagið.
Alltaf þarf að kvarta yfir einhverju.

Ég átti ekki í neinum vandræðum með að skilja þessa frétt að neinu leiti. Og hugsa að engin hafi átt í vandræðum með það..?

Teitur Haraldsson, 5.4.2010 kl. 14:04

9 identicon

Svona, svona, Teitur minn góður ... leyfðu blesuðum mönnunum að agnúast út í þetta í friði. Ekki eru þeir að æsa sig yfir múslimahatrinu á þínu bloggi, er það nokkuð?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:22

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Get ekki séð þetta sé sambærilegt í hið minnsta, að neinu leiti.

Teitur Haraldsson, 5.4.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband