2000 manns sem ekki voru á skíðum

Þetta er falleg frétt. Í henni kemur fram að fólk hafi skíðað niður fjall. Það er líka auðveldara.

Fjallið heitir Hliðarfjall, líklegast vegna þess að það er við hliðina á Akureyri.

Og „um er að ræða metfjölda fólks“. Líklega er líka „um að ræða“ metfjölda skíða. Kannski 6.800 skíði eða færri því sumir eru á brettum.

Svo voru tvö þúsund manns á svæðinu sem hafi eitthvað annað haft fyrir stafni en að skíða niður fjall. Líklega er „um að ræða“ metfjölda. Hvað skyldi þetta fólk hafa verið að gera í fjallinu? Skíða upp fjall?

Við fjöldanum var þó búist og fjöldinn verður þarna næstu daga, að öllum líkindum sami fjöldinn í brekkunum og svo annar fjöldi við aðra iðju.

Ég bíð spenntur eftir frekari fréttum. 

 


mbl.is Metfjöldi í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Halldórsson

Þú gerir þér grein fyrir því að aðeins voru 3400 kort keypt í dag. Þessir 2000 fleiri sem hafa verið á svæðinu hafa þá líklega verið með árskort. En þeir þurftu þá einmit ekki að kaupa sér kort í dag.

Hlynur Halldórsson, 2.4.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband