Skipulagđar gönguferđir á gosstöđvarnar úr Básum

fotografier-0011_975980.jpg

Kominn tími til ađ Gođalandiđ verđi opnađ fyrir ferđalöngum. Gott til ţess ađ vita ađ lögregluvakt verđi á svćđinu en ég botna ekkert í ţví hvernig löggan ćtlar ađ koma í veg fyrir ađ fólk fari sér ađ vođa međ ţví ađ stađsetja sig viđ mynni Hvannárgils og Hrunárgils.

Enginn gengur upp eftir Hvannárgili. Ţeir sem vilja sjá hraunstrauminn ganga upp á Votupalla vestan viđ Útigönguhöfđa og ţađan ofarlega í Hvannárgili ţangađ til komiđ er ađ Úthólmum ţar sem hrauniđ er.

Sama á viđ međ Hrunárgil. Hćgt er ađ klöngrast niđur í Ytra-Hrunárgil frá Foldum. Lögreglan getur einfaldlega ekki komiđ í veg fyrir ađ fólk fari sér ađ vođa.

Hins vegar á lögreglan og björgunarsveitir ađ stađsetja sig viđ mynni Ytra-Hrunárgils og í Básum og vera ţar til viđtals og viđvörunar. Stađreyndin er sú ađ hćtt er viđ ţví ađ menn aki undir áhrifum um helgina.

Ferđamenn ćttu hins vegar ađ nýta sér Útivist. Skáli félagsins í Básum verđur opinn yfir páskana. Ţaulkunnugir fararstjórar félagsins ćtla daglega ađ bjóđa upp á göngur upp ađ gosstöđvunum og á öryggum stöđum ofan Hvannárgils. Međal annars er ćtlunin ađ fara í kvöldgöngur.

Á myndinni eru fararstjórarnir Reynir Ţór Sigurđsson (til vinstri) og Óli Ţór Hilmarsson. ţeir munu stjórna gönguferđum ađ gosstöđvunum og hraunfossunum um páskana.

Einnig mun Útivist bjóđa upp á ferđir á Fimmvörđuháls frá Skógum og og ţeim ferđum stjórna fararstjórar sem hafa mikla reynslu af ferđum um Hálsinn.

Ţeir sem ekki ţekkja til á ţessum slóđum ćttu tvímćlalaust ađ nýta sér ferđir Útivisar frekar en ađ ana út í einhverja óvissu.


mbl.is Litlar líkur á frekara gosi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Nú er sagt ađ ađeins sé fćrt stórum rútum og breyttum jeppum, en hugsanlega er tekiđ svo sterkt til orđa til ţess ađ letja óreynda ökumenn á illa búnum bílum frá ţví ađ leggja í svađilför. Ţađ sama var nefninlega sagt um Emstruleiđina upp úr Fljótshlíđ, ađ ţađ vćri bara jeppavegur, en ég fór ţangađ á Laugardaginn á fólksbíl og var í samfloti međ fólki á smábíl sem komst langleiđina inn ađ Einhyrningi til móts viđ Húsadal hvađan útsýniđ var best.

Ţví spyr ég sem ekki veit, hversu mikiđ mál er fyrir vant fólk ađ komast inn í Ţórsmörk? Er möguleiki ađ keyra ađ Steinholtsá eđa Krossá og ganga ţađan annađhvort í Bása eđa Langadal? Er ţađ löng ganga eđa er jafnvel hćgt ađ komast alla leiđ á fólksbíl? Ég spyr ţví ađ nú er mjög lítiđ í ánum vegna kulda og lítillar úrkomu undanfariđ, en ég veit ađ í leysingum breytast ţćr í stórfljót.

Spyr sá sem ekki vill leggja út í algjöra óvissuför.

Guđmundur Ásgeirsson, 30.3.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Guđmundur.

Ţađ er tóm vitleysa sem komiđ hefur fram í fjölmiđlum um ađ fćrđin inn í Bása sé erfiđ!!

Stađreyndin er sú ađ ţangađ er fćrđin eins og á góđum sumardegi en lítiđ í ám. Hćgt er ađ komast inn í Bása á óbreyttum jeppum.

Steinsholtsáin er vatnslítil, en hún getur oft veriđ til vandrćđa ţar sem margir kunna ekki á vađiđ.

Hvannáin skiptist í margar kvíslar viđ veginn og er vatnslítil.

Vegurinn inneftir er almennt grýttur og leiđinglegur yfirferđar en hann er langt í frá ófćr og sama á viđ árnar. Ţessar upplýsingar hef ég frá fólki sem ók inn í Bása um hádegiđ í dag.

Enginn skyldi aka á fólksbíl eftir Ţórsmerkurvegi. Ţađ er klár ávísun á tjón.

Ég vek athygli á ţví ađ Kynnisferđir verđa međ daglegar rútuferđir frá Hvolsvelli í Bása. Minnir ađ brottför sé klukkan tíu og lagt af stađ til baka úr Básum klukkan 18. Betra er ekki í bođi fyrir ţá sem eru á fólksbílum. Og í Básum er bođiđ upp á skipulagađar gönguferđir međ fararstjórum og gengiđ ađ gosstöđvunum og víđar.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.3.2010 kl. 14:31

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ég fékk fyrir stuttu ţćr leiđu fréttir ađ Kynnisferđir ćtli ađeins ađ vera međ eina ferđ í Bása á dag, ekki tvćr.

Fyrirtćkiđ verđur međ ferđ kl. 9.30 frá Reykjavík og ţá er komiđ í Bása um 13.30. Ekki verđur um ađ rćđa ferđ úr Básum kl.18.

Ţetta eru áreiđanlega mistök hjá Kynnisferđum. Meiri eftirspurn hlýtur ađ vera eftir dagsferđum í Bása en ferđum ţar sem fólk ţarf ađ gista innfrá.

Á móti kemur ađ nóg pláss er í Básum fyrir ţá sem ţar vilja gista yfir eina nótt eđa fleiri um páskana.

Og ađeins fyrir ţá sem eru á eigin jeppa eđa gista í Básum er ţessi frábćri möguleiki á kvöldgöngu ađ hraunfossinum í Hvannárgili.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.3.2010 kl. 15:14

4 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Ţví miđur verđur slys um helgina.

Ţađ eru of margir kálfar sem ţarna verđa á ferđ.

Sigurđur Haraldsson, 31.3.2010 kl. 00:27

5 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Já Haraldur, ţví miđur er hćtt viđ ţví ađ einhverjir af fjöldanum fari ógćtilega. Ég er sjálfur mjög áhugasamur um ađ fara inn í Ţórsmörk, og veit ađ ég gćti líklega komist ţangađ núna á fólksbíl. Myndi samt varla vilja taka sénsinn á ađ skemma bílinn eđa vera til trafala ef eitthvađ skyldi fara úrskeiđis ţegar svona mikil umferđ er um svćđiđ. Frekar taka rútu og ţurfa ekki ađ hafa áhyggjur.

Guđmundur Ásgeirsson, 31.3.2010 kl. 02:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband