Glæsileg mynd af hraunfossi í Hvannárgil

cld100326_1373.jpg

Mér var í gærkvöldi bent á heimasíðu Chris Lund, ljósmyndara. Hann hefur tekið geysilega fallegar myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi. Ein ber af, sú sem hér fylgir með. Hún er á heimsmælikvarða.

Myndin er án efa tekin í ljósaskiptunum á föstudagskvöldið og sýnir hraunrennslið úr gígnum og niður í Hvannárgil. Þetta er það snemma að enn hafði umferð gangandi og bíla verið hindrunarlaus vestur fyrir gosstöðvarnar. Nú hefur orðið breyting á og líkur benda til þess að hraun taki að renna innan skamms niður í Innra-Suðurgil sem er afgil úr Hvannárgili.

Chris Lund er sonur hins þekkta ljósmyndara Mats-Wibe Lund. Heimasíða Chris er http://www.photoshelter.com/c/chris/. Myndin er hér birt með leyfi Chris.


mbl.is Eldgosið enn á sama styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég fann þetta á facebook og ég gæti trúað að hann fengi viðurkenningu fyrir þetta. Magnaðar myndir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.3.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábært!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.3.2010 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geggjuð mynd!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband