Kappið ber oft skynsemina ofurliði
28.3.2010 | 10:34
Ég hef einu sinni farið upp á Fimmvörðuháls í þyrlu en þetta er í fysta sinn sem ég kem af Hálsinum með flugvél, sagði Óli Þór Hilmarsson, vinur minn, sem kom seint í gærkvöldi af Fimmvörðuhálsi. Hann og félagar hans fluttu með sér fisvélina sem hlekktist á í lendingu á Hálsinum í gær. Sem betur fer meiddist flugmaðurinn ekki alvarlega en vélin er mikið löskuð.
Þeir höfðu í gærmorgun ekið upp á Háls til að sinna viðhaldi Fimmvörðuskála. Um eitt leitið í nótt komu þeir að Skógum og höfðu á leiðinni boðið örmagna göngufólki fara eða tekið við bakpokur.
Greinilegt er að vonin um að sjá eldgosið hefur villt um fyrir mörgum og þeir ekki gert ráð fyrir að þegar upp væri komið lægi fyrir sama leið til baka. Fyrir marga er 30 km dagsganga einfaldlega ofraun.
Ég er ekki svartsýnn maður en eftir að hafa verið fararstjóri í langan tíma veit ég að kappið getur borið skynsemina ofurliði - ekki síst mína eigin. Í gærkvöldi var meira en tíu gráðu frost á Hálsinum og nokkur vindur. Spáin gerir ráð fyrir að í dag verði enn kaldara og hvassara. Góður fatnaður er því grundvallaratriði.
Ef vel á að vera þarf að leggja af stað úr Reykjavík l. 6 að morgni, hefja göngu frá Skógum fyrir klukkan níu til að hægt sé að ljúka henni fyrir myrkur, það er milli átta og níu.
Á meðfylgjandi korti má sjá útbreiðslu hraunsins eftir því sem ég best veit.
Jafn gangur í gosinu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Kærar þakkir fyrir allar þær góðu upplýsingar, myndir og kort sem þú setur inn á bloggið af gosinu.
T.d. hef ég hvergi annars staðar fundið kort sem sýnir hvernig hraunrennslinu líður. Veðurstofan sýnir bara kort af því sem fræðingar áætla - og maður er jafnnær um það sem er að gerast í augnablikinu.
Ég hef þegar sett bókmerki á bloggið þitt. :)
Kolbrún Hilmars, 28.3.2010 kl. 15:41
Þakka þér fyrir. Alltaf gaman að heyra þegar einhver getur nýtt sér það sem maður hefur fram að færa. Hins vegar er kortið mitt byggt á upplýsingum frá þeim sem á ferð eru á þessum slóðum. Það er þó ekki nákvæmt. Þar sem ég þekki mjög vel til þá má eiginlega segja að það sé nokkuð útpæld tilgáta.
Ég er með mynd af hraunrenslis- og öskulíkani frá Veðurstofunni. Það þykir mér með miklu endemum frá vísindamönnum. Þeir gera ráð fyrir að hraunið renni út gilin Hefði getað sagt mér það sjálfur rétt eins og allir aðrir. Kannski ég segi frá athugasemdum mínum í bloggi um Hvannárgil sem mig langar til að birta í dag.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.