Hvað er að gerasta vestan við Bröttufannarfell?

aa_gos_sbr.jpg

Mogginn mætti skjóta því að Ragnari Axelssyni að hann færi vestan við gíginn og tæki þar myndir af staðháttum. Samkvæmt myndum sem ég hef verið að bera saman eru gosefni komin vestur fyrir Bröttufannarfell.

Efri myndin hér til hliðar er tekin af vefmyndavél Mílu á Þórólfsfelli innan við Fljótshlíð.  á myndinni má greinilega sjá að einhver gosefni eru komin vestur fyrir Bröttufannarfell.

Ég get ekki séð hvort það sé hraun eða gjóska.Ljóst er hins vegar að því lengur sem gosið stendur því meiri líkur eru á að hraun taki að renna ofan í Hvannárgil, annað hvort afgilið sem er næst eða þá innsta hlutann sem er næstur Heljarkambi.

aa_gos_sbr_b.jpg

Neðri myndinni sem hefur líklega verið tekin í gær eða í fyrradag eru engin gosefni vestan við Bröttufannarfell.

Sem áhugamaður um Fimmvörðuháls og Goðaland langar mig afskaplega til að vita hvað sé að gerast þarna. 


mbl.is „Þetta er rosalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli þetta sé ekki bara gjóska? Sjálft hraunið virðist bara steyma norðaustur í Hrunagil. En nú vantar okkur betri myndir.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef til vill er þetta bara gjóska. Sé svo þá er dreifingin undarlega takmörkuð nema því aðeins að hún hafi runnið niður með hallanum. Sé þetta hraun þá væri það nú þegar komið miklu neðar og líklega fram af hömrunum. Jú, nú vantar betri myndir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband