Hvenær fer að flæða ofan í Hvannárgil?

Ástæðan fyrir því að enn hefur ekki runnið hraun né vatn ofan í Hvannárgil er veðrið. Austan stormurinn undanfarna dag veldur því að gosefnin hlaðast upp vestan við gíginn og loka þeirri leið. Í staðinn hefur hraunið náð að renna til austurst og ofan í Hrunaárgil. Engu að síður er hallinn vaxandi niður vestan megin.

Ég velti því fyrir mér hvað þurfi til að hraunið byrji að renna ofan í Hvannárgil. Aukinn kraft í gosinu? Einhverja fyrirstöðu austan megin? 

Gaman væri ef jarðfræðingar gætu svarað þessu. 

Sú spurning brennur nú hjá mörgum hvers vegna yfirvöld og jarðfræðingar segi ekki allan sannleikan um Kötlu. Hverjar eru þær hrikalegu hamfarir sem geta tengjast gosi þar. Það er eins og verið sé að hlífa almenningi við einhverju.


mbl.is Kröftugt hraungos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru góðar ,fræðandi og skemmtilegar færslur hjá þér, Sigurður , varðandi þetta gos. Þarna ertu á heimavelli.

Sævar Helgason, 24.3.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gaman að lesa eftir þig hér - já ég spyr mig þess sama með Kötlu

Jón Snæbjörnsson, 24.3.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Jonni

Ég bý erlendis og fylgist með miklum áhuga með þessu gosi, en þessar vangaveltur um Kötlu og hvers vegna yfirvöld og jarðfræðingar segja ekki allan sannleikann um Kötlu koma mér undarlega fyrir sjónir og minnir mig á umræður varðandi efnahagshrunið.

Er eitthvað sérstakt fyrir yfirvöld að segja um Kötlu og hugsanlegt gos í henni.  Verður ekki bara hlaup eins og venjulega og eins og allir vita?  Kannski er ég að missa af einhverju í umræðunni en er ekki frekar til of mikils mælst að búast við að yfirvöld komi með miklar yfirlýsingar um eldgos sem ekki er til staðar og engin merki um að það komi á næstu vikum eða mánuðum?  

Getur einhver sagt allan sannleikann um Kötlu?  Ég get ekki betur séð en að jarðfræðingar eigi í mestu erfiðleikum með að segja nokkuð með vissu um það gos sem er í gangi núna og ekki höfðu þeir heldur mikið um það að segja í síðustu viku þegar enginn vissi að þetta gos myndi hefjast.

Annars er það athyglisvert hvernig veður virðist spila inn í þetta gos og afleiðingar þess.  Vindurinn virðist hafa ákveðið að hraunið skuli niður Hrunárgil og ekki Hvannárgil eins og það hefði væntanlega gert í annarri vindátt.  

Jonni, 24.3.2010 kl. 10:18

4 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er því miður (eða etv. ekki því miður) ekki allt eins og venjulega í eldvirkni. m.a. vegna þess að venjan er ekki vel þekkt. Steinunn Jakobsdóttir sagði að mikill lærdómur hefði bætzt við við þetta gos og undanfara þess. Eins og menn muna var spáð með mikilli vissu fyrir síðasta Heklugos og hegðun Kröflukerfisins var orðin nokkuð vel þekkt á tíma Kröfluelda. Gosórói hefur verið undanfari allra gosa á þessu tímabili, en ekki núna. Gosið á Fimmvörðuhálsi olli ekki gosóróa (það er þegar brotin verða svo ör að illmögulegt er að greina einn skjálfta frá öðrum). Hins vegar gerðu menn sér grein fyrir því eftir á, að skjálftar voru að færast nær yfirborði. Ekkert er vitað um skjálftavirkni í undanfara Kötlugosa nema það sem beinlínis fannst. Kerfin eru flókin og einungis að litlu leyti þekkt þótt mikið sé um þau vitað. Það er engin vissa fyrir því að eldstöðin undir Mýrdalsjökli muni næst gjósa á venjulegasta stað þe. austan til í jöklinum með hlaupi niður á Mýrdalssand. Þessi eldstöð hefur valdið hlaupum niður Landeyjar og Sólheimasand, þótt það hafi ekki gerzt síðan land byggðist. Varinn er því góður. Það má hins vegar spyrja sig hvort þessi mikla bannherferð almannavarna er ekki óþörf og skaðleg. Þegar raunveruleg hætta brestur á verður minningin um þessa framúrkeyrslu í varnarviðbröðum til þess að minna mark verður tekið á viðvörunum.

Skúli Víkingsson, 24.3.2010 kl. 10:54

5 Smámynd: Óskar

Held að ekki sé verið að fela neitt varðandi Kötlu.  Hún mun að öllum líkindum gjósa á þessu ári, það gera sér flestir grein fyrir því.  Hinsvegar er óþarfi að mála þetta svartara en það er , þegar Katla hefur gosið rétt á eftir Eyjafjallajökli þá hafa það jafnan verið lítil gos á mælikvarða Kötlu.  Þar sem goshlé hennar er orðið mjög langt þá má reyndar gera ráð fyrir gosi í stærra lagi.

Það hefur líka verið talað um möguleika á hamfaragosi og hef ekki séð að menn séu að fela neitt varðandi það.  Súr gúll er undir Goðabungu sem hefur verið að troða sér ofar í jarðskorpuna.  Ef basískur gangur kemst í snertingu við þennan gúl þá gerast svipaðir hlutir og í Öskju 1875 þegar gríðarlegt plínískt sprengigos varð.  Þarna eru gangar að skjóta sér í allar áttir, þessi sem nú kom úr iðrum Eyjafjallajökuls og náði yfirborði fór langleiðina að þessum súra gúl í Kötlu, það var í raun mildi að hann náði yfirborði áður!

Óskar, 24.3.2010 kl. 10:55

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Sigurður. Yfirvöld og jarðfræðingar vita ekkert meira en almenningur, en menn vilja líklega hafa vaðið fyrir neðan sig. Jarðfræði er ekki nein "exact" fræði. Þetta er spurning um hvernig menn höndla tilgáturnar og líkindi. Þess vegna eru menn ekki yfirlýsingaglaði.

Það er nefnilega hægt að mæla gæði jarðfræðings. Því varkárari sem hann er í yfirlýsingum sínum, því betri jarðfræðingur.  Þeir sem gera líkindi að sannleika og tilgátur að kenningum eru varhugaverðir sem eldfjallasérfræðingar. Við þekkjum öll söguna af nafna þínum, sem var búinn að útiloka, að eldgos yrði nokkru sinni á Heimaey. Það fór eins og það fór.

Jonni, ég held ekki að vindátt hafi mest áhrif á hvert hraun rennur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.3.2010 kl. 10:58

7 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Já eg tek undir það að litið er um frettir af hraunrennslinu. En áður var sagt að rennsli væri hafið í Hvannárgil. Eg hef ekki gengið þarna en börnin mín mjög oft þau dyrka þetta landsavæði þarna og vilja fá nánari frettir.Kjarta Sigurðsson er með frábæra lysingu á þessu svæði ,kjartan sigurðsson.photo.blog.isSamkvæmt þvi sem eg veit rennur hraunið bæði til vinnstri og hægri. Hægri i Hrunárgil til vinstri í Hvannárgil.Við skulum biðja um nánari frettir af þessu.

Árni Björn Guðjónsson, 24.3.2010 kl. 11:03

8 Smámynd: Jonni

Er það ekki skiljanlegt að að á meðan jarðfræðingar eru að reyna að skilja eðli þessara atburða að yfirvöld komi í veg fyrir hugsanlegan harmleik?  Ef Katla færi skyndilega í gang gæti verið frekar óheppilegt að fjöldi manns væri að spígspora í Þórsmörk.  Þessi Kötluhlaup eru með stórkostlegustu náttúruhamförum á Íslandi og hver vill bera ábyrgð á því að almenningur sé á þessum hættuslóðum, þegar enginn veit með vissu hvað er á seyði?

Ég verð þó að viðurkenna að ef ég væri á Íslandi væri ég sennilega kominn í gönguskóna og lagður af stað

Jonni, 24.3.2010 kl. 11:08

9 Smámynd: Jonni

Vilhjálmur;  nei, venjulega ekki, en í þessu tilfelli virðist það hafa gerst að hlaðist hafa upp dyngjur í hvassvirðinu sem hindra hraunflæði eðlilegustu leið niður í Hvannárgil.  Ég tek það fram að ég er ekki jarðfræðingur og get því leyft mér að koma með yfirlýsingar um gosið.

Jonni, 24.3.2010 kl. 11:14

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitin. Ég held að það sé skynsamlegast að ræða út um málin frekar en að sneiða hjá þeim. Þessir ísúru gúlar sem Óskar Harlaldson nefnir og eru undir Mýrdalsjökli vekja mér ugg.

Rétt eins og Skúli frændi minn Víkingsson segir þá eru kerfin þarna undir flókin og varla á nokkurs færi að spá í framtíðina. Mér finnast þó bannherferðir stjórnvalda afar undarlegar, en hyggst þó á næstu dögum að reyna að koma mér upp rétt eins og Jonni myndi gera væri hann hér á landi.

Samkvæmt myndum sem ég hef verið að skoða þá er aðeins tímaspursmál hvenær hraun fer að falla ofan í Hvannárgil. Og eftir því sem gosið verður lengra þá verða líkurnar æ meiri. Nú eru gígarnir orðnir svipaðir á hæð og Bröttufannarfell og haldi gosið áfram munu gígfjallið smám saman verð stærra og umfangsmeira og þá taka gosefni að falla beggja vegna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2010 kl. 11:42

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á vef Almannavarna má finna ítarlegt kynningarefni um eldgos í Kötlu, þar á meðal myndbandið "Katla og Kötluvá".

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2010 kl. 13:10

12 identicon

Ég veit nákvæmlega hvenær Kötlugosið hefst, af hvaða stærðargráðu það verður og hverjar verða afleiðingarnar. Get samt ekki sagt frá þvi hér vegna þess að þá verður þetta á allra vitorði í fyrramálið.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:28

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvur grefillinn ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2010 kl. 14:41

14 Smámynd: Nafni

Hrunaárgil eða Hrunagil: 

Á þessu göngukorti hér http://www.re.is/media/PDF/walkmap2004.pdf

sem ég hef mikið skoðað í vikunni, er talað um Hrunagil. Gilið er því ekki kennt við ána heldur eru bæði áin og gilið kennd við einhvern hruna, væntanlega vegna brattans ...

Nafni, 24.3.2010 kl. 22:13

15 Smámynd: Nafni

... var að skoða kortið betur - þarna er Hrunajökull og Hrunar þar fyrir neðan.

Nafni, 24.3.2010 kl. 22:18

16 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Greinilegt er að nöfnin á gilinu á á ánni eru nokkuð á reiki. Ég tek eftir að jafnvel hinir mætustu menn hiksta dálítið á þeim í sjónvarps- og útvarpsviðtölum svo ekki sé talað um ritmiðlana.

Ég get nú ekki sagt að ég hafi alist upp við að kalla gilið Hrunárgil. En ég hef bæði skrifað mikið um svæðið og þekki það þokkalega. Alla tíð finnst mér að ég hafi kallað það Hrunárgil sem og þeir sem ég umgekkst mest á Útivistarárum mínum.

Ég skrifaði fyrir nokkrum árum bók um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls (hún er enn til og er seld á skrifstofu Útivistar). Þar hef ég á korti merkt Hrunárgil, en ána kalla ég ranglega Hruná, hún heitir Hrunaá - um það er ég nokkuð viss.

Nú, næst leitaði ég að þeirri bók sem ég hef yfirleitt til viðmiðurnar og það er bókin Þórsmörk eftir Þórð Tómasson í Skógum. Hana finn ég bara ekki, hef líklega lánað hana.

Ekki er ég heldur með Útivistarkortið yfir gönguleiðir í Goðalandi og Þórsmörk.

Þá kemur að Ársriti Útivistar 1994. Þar er góð grein eftir Elías Másson og Rannveigu Ólafsdóttur. Ég man að þau lögðu gríðarlega mikla vinnu við heimildaöflun vegna greinarinnar og niðurstaðan þar er Hrunaá og Hrunagil. Þau nefna einnig Hrunaárjökul (-jökla). Raunar er til Innri-Hrunaá og Ytri-Hrunaá.

Mér segir svo hugur að þetta sér rétt hjá Elíasi og Rannveigu EN ætla þó að reyna að verða mér úti um Þórsmerkurbókina hans Þórðar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband