Myndir af umhverfinu og frá ţví fyrir gos
23.3.2010 | 16:03
Esta myndin er úr Moggganum og er afskaplega góđ. Hún sýnir umhverfi gosstöđvanna mjög vel. Ekki eru allir vel ađ sér í landsfrćđinni á ţessum slóđum og ţess vegna er ástćđa til ađ merkja inn á hana kennileiti.
Ţarna hlykkjast gönguleiđin upp á Fimmvörđuháls og ţegar loks er komiđ efst upp a Bröttufannarfell, í rúmlega 1000 m hćđ, er fyrsti og eini faratálminn, gosstöđvarnar. Sagt er ađ sumir geti gengiđ á glóandi kolum en ekki yndi ég vilja ganga á glóandi hrauni međ spúandi eldfjall viđ hliđina.
Myndin hér fyrir neđan var tekin fyrir nokkrum árum í suđurhlíđ Bröttufannarfells. Til vinstri má sjá skíđamann á svipuđum slóđum og eldsprungan varđ til ađfararnótt sunnudagsins síđasta.
Ţennan dag var afar falleg kvöldsól og varpađi hún töfrandi birtu á gönguleiđina milli Bröttufannarfells og Miđskers. Ég reyndi ađ grípa hana međ myndavélinni. Stikurnar sem ţarna sjást eru nú ađ öllum líkindum bráđnađar og uppleystar í gígnum.
Neđst er mynd af göngumönnum nákvćmlega á ţeim stađ sem eldgosiđ kom upp. Horft er í suđur ađ Miđskeri. utan í ţví er litli gígurinn sem margir muna eftir en gönguleiđin lá ţar austan í honum.
Á dagskránni í mars var ađ fara upp á Fimmvörđuháls međ félögum mínum en ţeir hafa umsjón međ Fimmvörđusskála fyrir Útivist.
Nú er ţađ spurningin hvort viđ fáum yfirleitt ađ fara ţangađ upp ţar sem fimm kílómetra radíus frá gosstöđvunum er yfirlýst bannsvćđi. Fimmvörđuskáli er tvo kílómetra frá ţeim.
Ađ ţessu mćltu skal ég fullyrđa ađ um nćstu helgi verđa hundruđ manna gangandi, akandi á jeppum eđa vélsleđum á leiđ upp á Fimmvörđuháls. Fleirum en mér langar upp á Háls til ađ skođa eldstöđvarnar. Ég geri ráđ fyrir ađ leggja af stađ svona um tíu leytiđ frá Skógum, ţá er löggan farin međ ţá sem komu fyrstir í fangaklefann á Hvolsvelli. Ţá hleypur lýđurinn upp enda hefur löggan ekki mannskap til ađ fylgjast međ okkur hinum vitleysingunum.
Litlar breytingar á gosinu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegt niđurlag á pistlinum!
Guđmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 16:58
Forrćđishyggja sýslumanns og lögreglu getur valdiđ ţví ađ almenningur hunsar bođ og bönn á svćđinu.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 23.3.2010 kl. 17:54
Nú í morgun var gosiđ ađ aukast og hvikuhreyfing er stöđug undir jöklinum. Mađur myndi ćtla ađ ţađ sé ok ađ fara ţarna uppeftir, ef ekki er fariđ of nćrri. Ţarna verđa gríđarlegar gufusprengingar og ein slík í morgun, svo ţetta er ekki hćttulaust, en ég myndi ćtla ađ engin hćtta sé á ađ flóđ og vatnsgangur geti hamlađ neinu ţarna, jafnvel ţótt gyri í jöklinum. Ţađ eina sem mér dettur í hug ađ menn ćttu ađ varast, er ađ dvelja í lćgđum og hvíltum, ţar sem vondar gastegundir gćtu safnast. Ţađ gerist ţó tćplega í ţví roki, sem er núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 07:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.