Mynd og kort af eldsprungunni

GosSamkvæmt myndinni sem hér fylgir með og er tekin úr hreyfimynd á vef Rúv er gossprungan á að giska einn km vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Nánar tiltekið suðvestan við Bröttufannarfell sem flestir göngumenn þekkja.

Á myndinni má glögglega greina Morinsheiði og þaðan má rekja sig suður yfir Heljarkamb og upp á Bröttufannarfell. Á meðfylgjandi korti sem fengið var að láni hjá ja.is hefur sprungan verið merkt inná með rauðum lit. Þó er ekki víst að hún sé svona löng. Gossprungan er í stefnunni norðaustur, suðvestur sem er nokkuð þvert á hefðbundnar stefnur á Hálsinum en þá liggja flestar í austur vestur. Smella má á mynd og kort til að stækka.

gossprunganÞar sem gossprungan er hallar niður í eitt af afgilum Hvannárgils. Hallinn er lítill á þessum slóðum en eftir því sem komið er nær gilinu eykst hallinn.

Ég held að nákvæmlega á þessum slóðum hafi orðið eitthvað jarðsig fyrir nokkrum árum. Margir töldu það fyrirboða um eldsumbrot en svo gerist ekkert fyrr en mörgum árum síðar.

Samkvæmt myndum virðist hraunrennslið ekki vera mikið og öruggt má telja að ekkert bendi enn til þess að hraun sé farið að renna niður í Hvannárgil.


mbl.is Gosórói að minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörn

Frábært að fá svona upplýsingar. Takk fyrir það.

Þorbjörn, 21.3.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: eir@si

Flott færsla.

Ég hef annars ekki skilið miðað við allt þetta fjölmiðlaþvarg um gosið fram og til baka þá fær maður  ekki að vita almennilega hvar gosið er.

Það má reyndar líka reyna að lesa úr TGT staðsetingunni sem kemur fram á mynd úr þyrlunni og kom á mbl.is og mér sýnist passa ágætlega við þína mynd.

eir@si, 21.3.2010 kl. 19:24

4 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Mér sýnist sprungan liggja rétt aðeins austar, en sennilega í sömu stefnu og þú sýnir — sjá myndir og forsendur hjá mér. Hún er líka sennilega of löng hjá mér (þeir sögðu hana einmitt hafa styst í gærkvöldi).

Gunnlaugur Þór Briem, 22.3.2010 kl. 11:06

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Gunnlaugur. Held að þetta sé rétt hjá þér. Hins vegar er sprungar áreiðanlega vestan við gönguleiðina eins og fram kemur í nýjustu færslunni hjá mér og því aðeins austar en ég gerði ráð fyrir í gær.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.3.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband