Hraun og vatn ofan í Hvannárgil

flo_ni_ur_i_hrunaargil.jpg

Af myndinni sem fylgir með þessari frétt er greinilegt að vatn er farið að renna ofan í Hrunaárgil. Gossprungan er fyrir ofan Bröttufannarfell sem er greina má á myndinni.

Gosið er á gönguleiðinni, sunnan við Bröttufannarfell, rétt við gamla gíginn nálægt miðjum hálsinum.

Gosstrókurinn er hvítleitur og því er mikil gufa í honum Líklega rennur hraun líka ofan í Hrunaárgil.

Myndina tók ég án leyfis af mbl.is og biðst velvirðingar á því. Á hana hef ég merkt inn helstu kennileiti sem máli skipta. 

ve_urstofumyndin_973056.jpg

Af þessu má ljóst vera að vatnavextir eru í Hvanná og líklega verður ófært inn í Bása og Langadal fyrir vikið. Af því leiðir að einnig verður ófært í Húsadal enda er vaðið þangað við Merkurrana. Gangi þetta eftir er ástæða til að vara við ferðum inn í Þórsmörk og Bása.

Á neðri myndinni má greinilega sjá staðhætti. Gönguleiðin yfir hálsinn er lokuð. Hraun og vatn renna til beggja átta. Annars vegar í Hrunaárgil og hins vegar í afgil Hvannárgils.

Athugið: Þessari bloggfærslu hefur nokkuð verið breytt frá upphaflegri útgáfu. Henni bæði breytt og bætt við hana.


mbl.is Gosórói eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sæll frændi. Þetta eru betri upplýsingar um staðsetningu gossins en ég hef áður séð. Það þarf ekki að vara við ferðum í Þórsmörk eða annað. Það virðist allt vera lokað og bannað í tengslum við þetta gos. Viðbrögðin eru svo yfirgengileg (fyrir utan rýminguna meðan ekki var vitað neitt um gosið) að það dugar sennilega ekki minna en að rýma allt landið þegar gýs næst í Kötlu. Það hefði verið eðlilegast að aflýsa hættu þegar sást til gosstöðvanna og þar með vitað að engin hætta var á ferðum. Við erum að verða vitni að bannmaníu af versta tagi.

Skúli Víkingsson, 22.3.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef verið í sambandi við fréttamenn og fleiri. allt er lokað. Menn búast greinilega við hrikalegum hamförum í Mýrdalsjökli. Ekki veit ég hvernig það er fengið en bíð óttasleginn. Hins vegar er það vont ef fréttamenn ná ekki almennilegum upplýsingum af eldgosinu vegna bannmaníunnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.3.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband