Stórkostleg náttúrfegurđ beggja vegna Hálsins
21.3.2010 | 04:21
Um fimmtán kílómetra loftlína er frá Skógum og upp á Hálsinn en hann er í um 1000 m hćđ. Landslagiđ sunnan megin er ţannig ađ hćkkunin er frekar jöfn alla leiđina. Skógaheiđi er stór og um hana rennur Skógá sem á upptök sín međal annars á Hálsinum. Á honum hefur ţegar vorar myndast lítiđ vatn og rennur úr ţví um giliđ austan viđ hrygginn sem Fimmvörđuskáli stendur á og svo um lítiđ en hrikalegt skarđ sem er í honum austanverđum.
Norđan viđ Fimmvörđuháls er er landiđ međ öđrum brag. Ţađ er miklu brattar og til dćmis eru líklega ađeins um fimm kílómetra loftlína frá Krossáraurum og upp á Hálsinn. Eina gönguleiđin liggur af Bröttufannarfelli, um Heljarkamb og eftir Morinsheiđi og ţađan um Foldir og kattahryggi niđur á Krossáraura.
Sitt hvoru megin viđ Heljarkamb eru mikil björg. Austan viđ hann heita Hrunar og ţar fellur Hrunaá um og um síđir í Krossá. Vestan viđ Kambinn er Hvannárgil, langt og frekar mjótt en um ţađ liggur skemmtileg og falleg gönguleiđ. Minni gil ganga úr Hvannárgili og inn ađ hömrunum neđan viđ Eyjafjallajökul.
Annađ gil, nokkru vestaan viđ Hvannárgil, er í svokölluđu Stakkholti og nefntist Stakkholtsgjá. Margir ţekkja ţađ enda rómađ fyrir náttúrufegurđ. Innst í ţví er foss sem stundum hefur veriđ nefnd Tröllasturtan. Enn vestar er svo Steinsholtsjökul og örskammt ţar frá er Gígjökull eđa Falljökull. Hann er skriđjökull sem fellur úr risastórum gíg sem er í toppi Eyjafjallajökuls.
Ţađ svćđi sem margir kalla Ţórsmörk er mjög stórt. Sjálf Ţórsmörkin er norđan Krossár en sunnan hennar eru svćđi sem bera mörg heiti. Stćrst er Gođaland, svo má nefna Stakkholt, Hruna og Tungur.
Fimmvörđuháls er mikill og stór. Ţćr fimm vörđur sem hann er kenndur viđ kunna ađ vera vestast á ţeim hrygg sem Fimmvörđuskáli stendur á. Fjöldi gíga er á hálsinum. Sá stćrsti ţeirra hefur stundum veriđ nefndur Bölmóđur og rís sá í rúmlega 1100 m hćđ. Annar, lítill og yfirlćtislaus, er á miđjum Hálsinum. Ađ öllum líkindum er gígaröđin sem eldgosiđ kemur úr á miđjum Hálsinum og gengur hugsanlega frá gönguleiđinni og upp í Eyjafjallajökul. Raunar segja jarđvísindamenn ađ mögulegt sé ađ sprungan stćkki og rifni allt upp í toppgíginn.
Rýmingu lokiđ á forgangssvćđum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir ţessa skemmtilegu stađhátta lýsingu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 04:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.