Gos á miđjum Fimmvörđuhálsi

Samkvćmt fréttum frá Óla Ţór Hilmarssyni og Reyni Sigurđssyni fjallamönnum í Útivist sem eru á ferđ um Suđurland er mjög líklegt ađ gosiđ sé á Fimmvörđuhálsi vestanverđum. Ţar hefur ótal sinnum gosiđ á síđustu árţúsundum ef marka má fjölda gíga sem eru á Hálsinum.

Áriđ 1990 endurbyggđi Útivist skála sem Fjallamenn byggđu áriđ 1940. Nú hefur endurbyggđur Fimmvörđuskáli fengiđ ađ standa í 20 ár, ferđamönnum til miikillar ánćgju. Ađ öllum líkindum er hann farinn og ţar međ fjölin sem Guđmundur Einarsson í Miđdal lét skera út. Á henni stendur Lífiđ er stutt, listin er ung.

Viđmćlandi Rúv í Fljótshlíđinni lét svo um mćlt fyrir nokkrum mínutum ađ gosbjarmann bćri í Rjúpnafell. Ţađ ţýđir einfaldlega ađ gosiđ er á miđjum Hálsinum. Öruggt má telja ađ ţetta sé gos í einum gíg og úr honum komi hraun sem fellur ađ öllum líkindum niđur í Hvannárgil. Má ţá telja ađ Básar séu ekki í hćttu en Hvannárgil er langt en mynni ţess horfir í Langadal ţar sem skáli Ferđafélagsins er. Fylgi hraunrennsli ţessu gosi má ćtla ađ langur tími líđi ţar til hrauniđ nái út úr gilinu nema ţađ sé ţeim mun ţunnfljótandi.

Velti fyrir mér hvort myndin sem fylgir fréttinni sé af gosstólpanum eđa hrauni sem rennur.


mbl.is Eldgosiđ fćrist í aukana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Ţór Steindórsson

Nú ţekki ég ekki almennilega til stađhátta ţarna en afhverju getur ţú sagt ađ Fimmvörđuskáli sé farinn ? Eru ţađ ekki annsi mikklar getgátur sem ţú ferđ međ ţarna

Stefán Ţór Steindórsson, 21.3.2010 kl. 03:36

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćll Stefán,

Jú ţanra voru ansi miklar getgátur enda alls ekki ljóst hvar eldsumbrotin vćru. Sannast sagna var ég og hópur í kringum mig dauđhrćddur um skálann. Sem betur fer hafđi ég rangt fyrir mér. Rúmir tveir kílómetrar eru frá Fimmvörđuskála ađ eldsumbrotunum og í milli eru hćđir og lćgđir ţannig ađ ef ekkert breytist er hann á öruggu svćđi.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 21.3.2010 kl. 17:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband