Gos á miðjum Fimmvörðuhálsi

Samkvæmt fréttum frá Óla Þór Hilmarssyni og Reyni Sigurðssyni fjallamönnum í Útivist sem eru á ferð um Suðurland er mjög líklegt að gosið sé á Fimmvörðuhálsi vestanverðum. Þar hefur ótal sinnum gosið á síðustu árþúsundum ef marka má fjölda gíga sem eru á Hálsinum.

Árið 1990 endurbyggði Útivist skála sem Fjallamenn byggðu árið 1940. Nú hefur endurbyggður Fimmvörðuskáli fengið að standa í 20 ár, ferðamönnum til miikillar ánægju. Að öllum líkindum er hann farinn og þar með fjölin sem Guðmundur Einarsson í Miðdal lét skera út. Á henni stendur Lífið er stutt, listin er ung.

Viðmælandi Rúv í Fljótshlíðinni lét svo um mælt fyrir nokkrum mínutum að gosbjarmann bæri í Rjúpnafell. Það þýðir einfaldlega að gosið er á miðjum Hálsinum. Öruggt má telja að þetta sé gos í einum gíg og úr honum komi hraun sem fellur að öllum líkindum niður í Hvannárgil. Má þá telja að Básar séu ekki í hættu en Hvannárgil er langt en mynni þess horfir í Langadal þar sem skáli Ferðafélagsins er. Fylgi hraunrennsli þessu gosi má ætla að langur tími líði þar til hraunið nái út úr gilinu nema það sé þeim mun þunnfljótandi.

Velti fyrir mér hvort myndin sem fylgir fréttinni sé af gosstólpanum eða hrauni sem rennur.


mbl.is Eldgosið færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Nú þekki ég ekki almennilega til staðhátta þarna en afhverju getur þú sagt að Fimmvörðuskáli sé farinn ? Eru það ekki annsi mikklar getgátur sem þú ferð með þarna

Stefán Þór Steindórsson, 21.3.2010 kl. 03:36

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Stefán,

Jú þanra voru ansi miklar getgátur enda alls ekki ljóst hvar eldsumbrotin væru. Sannast sagna var ég og hópur í kringum mig dauðhræddur um skálann. Sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér. Rúmir tveir kílómetrar eru frá Fimmvörðuskála að eldsumbrotunum og í milli eru hæðir og lægðir þannig að ef ekkert breytist er hann á öruggu svæði.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.3.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband