Gosið sést á vefmyndavél.

Greinilegur bjarmi frá gosinu í Eyjafjallajökli sést á vefmyndavél Rúv á Búrfelli, sjá http://www.ruv.is/hekla/

Aðrar vefmyndavélar virðast ekki rétt staðsettar, t.d. í Vestmannaeyjum og á Háfelli sunnan Mýrdalsjökuls.

Ef að líkum lætur er gosið í austurhlíðum jökulsins, fyrir ofan Fimmvörðuháls eða á Hálsinum sjálfum.  Gosefni kunna þá að falla ofan í Hvannárgil og það tekur við miklu, eða niður um Steinsholtsjökul.

Samkvæmt ógreinilegri mynd á mbl.is er trúlegast að eldsumbrotin séu á Fimmvörðuhálsi eða mjög neðarlega í Eyjafjallajökli austanverðum. Sama er að segja með vefmyndavélina á Búrfelli. Bjarminn virðist lýsa upp austurhlið Eyjajfallajökuls. Þetta hefur fengiðst staðfest á viðmælanda hjá fréttastofu Útvarps sem segir að kosið sé beint norðan við Skógafoss. Þar með má búast við að Fimmvörðuskáli sé farinn eftir tuttugu ár.

Snjóleysið veldur því að ekki virðist vera margir í skálum Útivistar á Básum á Goðalandi eða skála Ferðafélagsins í Langadal í Þórsmörk. Ekki munu neinir vera í Fimmvörðuskála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Væri almennileg snjóalög á landinu þennan veturinn væru áreiðanlega fjöldi manns í þessum skálum.


mbl.is Eldurinn sést úr Fljótshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að vona það besta að enginn sé þarna á ferð.

Sigurður Haraldsson, 21.3.2010 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband