Það sem aldrei var og ekki verður er nú skattlagt!

Skattstofn verður til dæmi 10 milljónir króna vegna afskriftar húsnæðisláns er svipað eins og maður hafi haft 10 milljónir í laun á einu ári. Hann þarf að greiða skatt af þessari fjárhæð eftirá rétt eins og um rekstrartekjur fjölskyldunnar hafi verið að ræða.

Fæstir hafa tíu milljónir króna í árslaun. Fimm milljónir eru nærri heildartekjum útivinnandi foreldra.  

Dettur einhverjum í hug að auðvelt verður að kljúfa þessa skatta? Afskriftirnar eru einfaldlega til þess gerðar að aðstoða fólk vegna þess að það gat alls ekki greitt af lánunum vegna óeðlilegrar hækkunar á höfuðstól þess.

Eitthundrað þúsund króna mánaðarleg afborgun vegna afskriftarskatts setur fólk einfaldlega í sömu stöðu og fyrir afskriftir. 

Skattlagning á afskriftum er einkenni hugsunar kerfiskalla sem þessi ríkisstjórn er svo sannarlega.

Næst má búast við því að hækkun á markaðsverði íbúða frá árinu 2004 til 2007 verði skattlögð. Af miskunsemi sinni og skilningi á kjörum almennings ákveður svo vinstri stjórnin að skattstofninn verði aðeins 50% af hækkun þessara ára.

Hvernig í ósköpun stendur á því að það er hægt að skattleggja eitthvað sem aldrei var og verður ekki? Er næst að skattleggja notkun súrefnis úr andrúmsloftinu? 

Er ekki einfaldara að skipta um ríkisstjórn en að verða troðinn undir skjaldborg hennar?


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Ég veit ekki alveg hvað á að kalla þessa hörmung, en ég er farin að halda að þessi kallar og kellingar séu verulega veruleikafyrrt lið. Því miður.

Hvað ætli komi svo útúr þessari blessaðri skýrslu, það verður spennandi. 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 19.3.2010 kl. 08:45

2 Smámynd: Hamarinn

Það batnar ekkert við að skipta um ríkisstjórn , vegna þess að um 80% þingmanna eru FáBJÁNAR.

Almenningur þarf að taka völdin.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 09:41

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú hefur slegið úti  fyrir Steingrími. 

Við höfum þrjá kosti:  A. Eignaupptöku af hálfu bankanna;  B.  Eignaupptöku af hálfu ríkisins; C. Uppreisn gegn þessu rugli.

Marinó G. Njálsson, 19.3.2010 kl. 10:12

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hamarinn hefur mikið til síns máls hér.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband