Pressa ríkisstjórnarinnar skilar engu

Auðvitað lækka stýrivextir. Eitt af þeim atriðum sem fundin voru Davíð Oddssyni fyrrverandi Seðlabankastjóra til ávirðingar var að hann legðist gegn stýrivaxtalækkun sem var efst á óskalista ríkisstjórnainnar. Ríkisstjórnin hefur lengi barist fyrir lægri stýrivöxtum enda nú orðið ljóst að það var ekki Davíð sem stóð gegn lækkuninni heldur efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar. Þess vegna var fundin upp peningamálanefnd Seðlabankans til að stjórn bankans væri ekki einráð um ákvörðunina. 

Í hana var sett valinkunnugt fólk sem sumir skilja þarfir einnar ríkisstjórnar en aðrir eru líklega tregari.Samt lækkuðu stýrivextir ekki. Þeir stóðu lengi í stað og var það af öllum líkindum vegna þess að hvorki nýji Seðlabankastjórinn né peningastefnumálastefnumálanefndin skildi ekki hagfræði vinstri stjórnarinnar hvað þá þarfir hennar. Ekki vantaði þó pressuna af hálfu forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Nú hafa ráðherrar látið af þeim ljóta sið að skattyrðast út í Seðlabankann og láta það nægja að senda honum tóninn á bak við tjöldin. Pressan hefur verið gríðarleg á bankann og peningamálanefndina um að skilja nú til hlýtar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sem raunar er ekki til. 

 Svo leið og beið en lítið gerðist. Smám saman lækkuðu stýrivextir en aldrei kom stóra lækkunin (né góðu fréttirnar um Icesave). Þetta var bara eins og Davíð væri enn í bankanum og hann væri einn peningastefnumálastefnumálanefndin.

Og núna loksins eru stýrivextir í 9% sem er miklu hærra en allir seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa til viðmiðunar í efnahagslægð viðkomandi landa. Já, líklega er kreppa víðar en á Íslandi og það er pottþétt að alls staðar má kenna Davíð Oddsyni um.


mbl.is Stýrivextir verða 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Davíð Oddsson er voða, voða vondur maður!

Flosi Kristjánsson, 17.3.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband