Bílamarkaðurinn hruninn og viðgerðir líka

Umræðan um hugsanlegar afskriftir bílalána má ekki týnast í smáatriðinum. Óhjákvæmilegt er þó að vega og meta tvær aðferðir. Annars vegar þá að afskriftir séu jafnar yfir línuna en hins vegar þá að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Báðar aðferðirnar hafa kosti og galla.

Mestu skiptir þó sú staðreynd að flestir sem keyptu bíl eða íbúð á uppgangstímum gerðu það líklega í góðri trú. Engum kom til hugar að verðmæti gjaldmiðilsins myndi hrynja og efnhagskerfið sömuleiðis. Vissulega fannst mörgum að körfulán væru skynsamleg. Ef til vill myndu þau bera lágar afborganir og það er í sjálfu sér eftirsóknarvert. Ef illa færi myndi maður greiða eitthvað hærra en lán með hefðbundnum verðtryggingum. Ekki nokkur maður gerði sér grein fyrir hruninu jafnvel þó fjölmargir segjast nú hafa séð það fyrir. Það er ekki mikil list að spá í fortíðina.

Vandinn lýtur ekki að því að einhverjir hafi keypt dýra bíla. Hver á að úrskurða um slíkt?

Nú er staðan sú að fjölmargir eru í vanskilum, aðrir þráast við og standa nokkurn vegin í skilum og svo eru líklega hinir sem ekki eiga í vanda. Niðurstaðan af öllu þessu er þó þessi: Bílamarkaðurinn er hruninn, hann er ekki til. Viðhald og viðgerðir á bílum er ekki sama atvinnugreinin og var. Fólk haldur að sér höndum vegna viðhalds. Bílaflotinn eldist og verður lakari.

Nú er kominn tími til að taka á bílalánunum. Allir hljóta að sjá að samningur milli lánveitanda og lántaka átti ekki að vera einhliða. Forstjóri SP segir að fyrirtækið fari nú varla á hausinn þó breytingar verðir á borð við þær sem félagsmálaráðherra hefur kynnt. Hins vegar eru þúsundir gjaldþrota eða á leið í gjaldþrot vegna bílalána. Það má alveg gera þá kröfu að lánafyrirtækin taki á sig eitthvað af tapi almennings.


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bílaflotinn eldist þegar sala á nýjum bílum hrynur.  En sala á gömlum bílum glæðist væntanlega og viðgerðir aukast, alvöru viðgerðir, ekki fokdýrar 'skoðanir' umboða ;-)

Allavega sýnist mér að allskyns viðgerðafólk, sem áður átti lítið að gera í samkeppni við alþjóðavætt þrælavinnuafl og ódýrann gjaldeyri, sjái nú meiri viðskipti þegar fólk reynir að gera við allskonar dót sem áður fór beint á haugana og nýtt keypt í næstu búð.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Sæll Sigurður.

Þú segir og ég kvóta:" Það má alveg gera þá kröfu að lánafyrirtækin taki á sig eitthvað af tapi almennings."

Í alvörunni?

Á fyrirtækið sem er kannski með sitt líka í erlendri mynt að slá af svo einhverjir aðilar út í bæ fari ekki á hausinn?

Ég er engan veginn sammála þessu, þú sem einstaklingur tekur lán og þú skalt borga það, þannig virkar það og þannig geri ég það og ætlast til þess sama af öðrum.

Það á ekki að hjálpa fólki því stór % íslensku þjóðarinnar eyddu eins og kóngar á sínum tíma. 

Fólk tók lán fyrir jeppum, fellihýsum, bústöðum, sólarlandaferðum, golferðum og já sumir spiluðu sig stóra og fóru í lax á lánum. Fólk fiffaði til íbúðarlán svo það fengi hærra greiðslumat því jú, það gat ekki verið minna en ættingjarnir eða vinirnir þó það hefði ekki efni á því. 

Afsakið en alltof margir eyddu virkilega fáránlega og að fara að verðlauna svona fólk er bara bull því það verður aldrei sanngirni í svona. 

Fólk á bara að taka ábyrgð á sínum gjörðum og það á jafnt að gilda yfir alla. Alveg eins og að stela 1000 kr er ekki minni glæpur en að stela 5000 kr. Stuldur er stuldur alveg sama hvernig á það er litið.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 15.3.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála svörunum hér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.3.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband