Mikið að gera en enginn árangur ...

Steingrímur hefur fulla vinnu og hann er þreyttur á því sem hann kallar kjaftæði. Tæplega sextán þúsund manns eru atvinnulausir á landinu. Þeim hefur verið lofað breytingum. Skyldi þetta fólk ekki vera orðið þreytt á kjaftæði ríkisstjórnarinnar og skorti á efndum.

Forsætisráðherra sagði um daginn að ríkisstjórnin hefði gert svo óskaplega margt. Hingað og þangað um Reykjavík væri fólk á vegum ríkisstjórnarinnar að leysa vandann.

Hefur enginn döngun í sér til að standa upp og spyrja fjármálaráðherra og aðra þreytulega kerfiskalla hvers vegna sextán þúsund manns væru atvinnulausir á Íslandi? Aðeins fjöldi atvinnulausra bendir til þess að ríkisstjórnin er ekki að standa sig.

Steingrímur Sigfússon er kjarkmaður að þora að standa upp og halda því fram að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað þegar allar tölur um atvinnuleysi, gengi og atvinnutækifæri benda til annars.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það Steingrími að kenna ef einher er atvinnulaus?

Enginn ráherra getur forðað fólki frá ræfildómi. 

Árni Gunnarsson, 12.3.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Arni Gunnarsson...... ert þú að meina að allir sem missa vinnuna og eru atvinnulausir séu ræflar.

Það eru allflestir orðnir yfir sig þreyttir á þessari ríkisstjórn.
Svandís er ekki í takt við tímann og áttar sig ekki á því tjóni sem hún getur valdið með því að tefja orkuframkvæmdir eða koma í veg fyrir þær.

Það er erfitt að reyna að fá einhvern iðnað hingað ef ekki má afla orku til hans og það virðist engu skipta fyrir VG um hvað sé rætt. Ég er ekki að einskorða mig við stóryðju.

Stefán Stefánsson, 12.3.2010 kl. 10:48

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Steingrímur vill kannski vera svo góður og upplýsa þjóð sína um það sem hann er að gera?  Eða er það kannski svo viðkvæmt að ekki má segja frá?  Það er sennilega mesta kjaftæðið.

Sigríður Jósefsdóttir, 12.3.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband