Ríkisstjórn sem tapar segir af sér

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra tala þvert um hug sér. Ljóst er að þau eru bæði slegin yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar þó þau reyni að bera sig vel.

Broslegt var að heyra fjármálaráðherra halda því fram að já atkvæðin væru fleiri en búist var við. Sá mælskumaður sem hann var áður en hann varð fjármálaráðherra hefði talað um flengingu ríkisstjórnarinnar og krafist afsögn hennar.

Og hvað er næst á dagskránni. Ríkisstjórnin er rúin trausti. Öll vinna hennar í mikilvægasta máli þjóðarinnar frá upphafi hefur fengið falleinkunn þjóðarinnar. Ríkisstjórnin getur ekki einu sinni réttlæt sig og haldið því fram að kjörsókn hafi verið léleg.

Ríkisstjórninni ber að segja af sér. Þannig á lýðræðið að virka. Tap í þjóðaratkvæðagreiðslu er gríðarlegt áfall fyrir ríkisstjórn og hún er ekki starfhæf á eftir. 

Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. 

Þetta segir í aldreilis makalausri bull-fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki unnið að farsælli lausn Iceave mál. Það hlýtur öllum að vera ljóst eftir úrslit kvöldsins.


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Já það hefðu fokið þung orð úr þessum froðusnakki ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu, þeirra tími er liðinn fyrir löngu, Steinfreðinn búinn að hanga á þingi í yfir 20 ár og Lady Gaga yfir 30 ár, núna er nóg komið, víkið eða verðið rekin.

Sævar Einarsson, 6.3.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þór Saari segir réttilega á sínu bloggi: "Vonandi hafa þingmenn meirihlutans þroska til að endurmeta stöðuna nú, en það verða að vera þeir, því forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar munu ekki geta það."  Ótrúlegt að hlusta á Lady GaGa & SteinFREÐ enn og aftur "bulla & rugla" - SteinFREÐUR sagði að IceSLAVE yrði að klára á næstu vikum - RANGT - frekar augljóst að þessu máli verður ekki lent á farsælan hátt fyrir en þau (TRÚÐARNIR) stíga niður - ef þau segja bæði af sér, þá geta þau bjargað lífi þessara AUMU & stórhættulegu ríkisstjórnar, en því miður hafa þau ekki VIT á slíku.  Réttast væri nú að Lady GaGa myndi skila inn stjórnarumboði sínu enda valda þau skötuhjúin ekki verkefninu. 

Þau hafa ítrekað sýnt skelfilega slæma verkstjórn og ÞAU ráku burt eina ráðherrann sem reyndi að tala VIT inn í þeirra frosinn heila.  Þau vilja ekki hlusta á þjóðina eða Heilbrigða skynsemi, þá fer ekki vel.  Nú er mál að linni, þau valda ekki sínum störfum, frekar augljóst.  Ekki hljálpar heldur að Samspillingin er ekki "stjórntækur FLokkur" - það verður nóg að gera hjá Spunameisturum þeirra & Baugsmiðla að útskýra HÖFNUN þjóðarinnar á þeirra verkstjórn.  Í mínum huga eru þau skötuhjú stórhættuleg, nóg að hlusta á þau í sjónvarpinu hjá RÚV kl. 22:00 í kvöld, þar upplýstu þau enn & aftur að þau ætla að reyna að lenda IceSLAVE málinu á nótum UK & Hollands, svo þeirra stórhættulega ríkisstjórn geti haldið áfram.

Ég treysti því að ÞÚ, Birgitta, Framsókn, Ránfuglinn & flestir þingmenn VG standi gegn þeim skötuhjúum og verjið málstað okkar í þessari mikilvægustu utanríkisdeilu landsins EVER...!  Þorskastríðið var gríðarlega mikilvægt, en það sama má segja um Icesave.  Löngu tímabært að Lady GaGa HÆTTI að SUNDRA þjóðinni og fari að HLUSTA á þjóðina.  Hún á að vinna fyrir okkur, ekki EB - maður á ekki orð yfir HROKA & heimsku hennar.  Ítreka að lokum þá sorglegu staðreynd að þau verða að hætta sem ráðherrar, verkstjórn þeirra er skelfileg!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband