Mætum á kjörstaða og veljum NEI
5.3.2010 | 16:31
Á morgun, laugardag, er þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave samninginn. Ég ætla að kjósa og mun merkja við NEI og skora alla að mæta á kjörstað og gera slíkt hið sama.
Ástæðan er einföld að mínu mati.
- NEI er staðfesting á því að meint Icesave-skuld er ekki ríkisskuld
- NEI er yfirlýsing um að krafa Breta og Hollendinga er langt yfir lágmarki samkvæmt alþjóðasamningum um innistæðutryggingar
- NEI er ábending um að mörg atriði samningsins verða þjóðinni afar þung byrði, t.d. vextirnir
NEI er alls ekki yfirlýsing um að við Íslendingar eigum ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Þó svo að Icesave hafi valdið mörgum Bretum og Hollendingum tjóni eru það þá rök fyrir því að refsa gjörvallri íslensku þjóðinn næsta áratuginn og jafnvel lengur?
Nei merkir að við vitum að ríkisstjórn Íslands hefur gefist upp. Ráðherrarnir ætla ekki einu sinni að kjósa, þeir taka ekki lengur til varnar fyrir eigin verk. Í þokkabót halda þeir því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa vegna þess að betri samningur er í boði. Hvar er sá samningur og hvenær samþykkti Alþingi hann? NEI, þetta er bara fyrirsláttur stefnulausra og ráðþrota stjórnmálamanna.
NEI sendir umheiminum afdráttarlaus skilaboð. Íslenskur almenningur sættir sig ekki við aðra ábyrgð en þá sem alþjóðalög segja til um. Og mér segir svo hugur um að almenningur í öðrum löndum muni fagna þessari afstöðu okkar, það er að segja ef þeir hefðu einhverjar upplýsingar um kjarna málsins. En íslenska ríkisstjórnin gerir ekkert til að útskýra málstað Íslendinga - síst af öllu erlendis.Já ... ég hvet alla til að mæta á kjörstað og krossa við NEI og reyna að auki með öllum ráðum að fá aðra til að kjósa eins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég segji Nei.
Og við Íslendingar eigum ekki að borga.
Ari Jósepsson, 5.3.2010 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.