Þarf forsetinn að vera sammála Samfylkingunni?
1.2.2010 | 15:12
Þau rök eru gagnslaus þegar menn eru stundum sammála forsetanum og stundum ekki. Karl Th. Birgisson fer rangt með að forsetinn hafi ekki tekið afstöðu í fjölmiðlamálinu 2004. Það gerði hann svo sannarlega og síðan hefur forsetinn margoft ítrekað afstöðu sína, hann var og er á móti fjölmiðlalögunum.
Aftur hefur forseti Íslands gripið fram fyrir hendurnar á löggjafarþinginu með því að synja lögunum um ríkisábyrgð á Iceseskuldunum ríkisábyrgð. Hann leggst nú endregið gegn samþykkt Icesave og þar með er hann ósammála þingi og ríkisstjórn.
Að sjálfsögðu eru afskipti forsetans af löglega kjörnu löggjafarvaldi algjörlega óverjandi. Skiptir engu hvort hann sé samkvæmur sjálfum sér eða ekki. Í því er aðalatriðið fólgið, ekki persónuleg afstaða forsetans.
Að sjálfu sér leiðir að nú er komið leikhlé og þjóðin byrjar með boltann að því loknu. Hins vegar er það grátbroslegt þegar samfylkingarmaður veður fram á sjónarsviðið og er aðeins sammála forsetanum þegar hann misbrúkar ekki vald sitt gegn ríkisstjórn Samfylkingarinnar.
Taktu leikhlé, herra forseti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Forsetinn þarf ekki að vera sammála einum eða neinum, en hann á ekki að tala gegn stefnu íslenskra stjórnvalda. Þótt hann sé ósammála henni!
Auðun Gíslason, 1.2.2010 kl. 15:41
Sigurður ég vil bara benda þér á að Herra Ólafur Ragnar Grímsson er lýðræðislega kosinn af fólkinu í landinu. Forseti Íslands þarf ekki að vera sammála einum eða neinum og allra síst ríkisstjórninni vegna þess að hann er kosinn af fólkinu og ekki háður ríkistjórninni. Það er fjarri lægi að segja að það sé óverjandi að hann hafi neitað að skrifa undir þessi ólög. Sigurður þú verður að skilja að það var fólkið sem bað Herra Ólaf Ragnar Grímsson að skjóta þessu til þjóðarinnar sem og hann gerði. Forseti Íslands er málsvari þjóðarinnar og sem slíkur er það fullkomlega eðlilegt að hann tjái sig um þessi mál og hafi skoðanir á þeim. Forseti Íslands er ekki klappstýra ríkisstjórnar hverju sinni þetta verður fólk að fara að meðtaka. Forsetinn er kosinn af fólkinu og ber að hlusta fólkið þegar það kallar til hans. Takk fyrir og lifi lýðræðið
Elís Már Kjartansson, 1.2.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.