Málstaður Þráins er alls enginn friðarboðskapur

Hvernig í ósköpunum eiga aðilar að hætta deilum um mál sem ekki er komin nein viðunandi niðurstaða í. Um hvað á sá friður að snúast? Verði málið ekki leyst halda deilurnar auðvitað áfram. 

Ég er ekki sammála ríkisstjórninni varðandi Icesave samninginn og hvet Sjálfstæðisflokkinn og raunar Framsóknarflokkinn til að halda áfram andstöðu sinni. Líklegast þýðir það að menn halda áfram að „rífast“, deila um málið.

Þráin Bertelson getur ekki vaðið svona fram á sviðið hafandi ekkert annað fram að færa en að hvetja fólk til að þegja. Kaus hann kannski með ríkisstjórninni af því að hann nennti ekki að „rífast“ lengur?

Icesave málið verður ekki leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu eða að óvænt tilslökun verði á kröfum Breta og Hollendinga. Hið síðarnefnda er mjög ólíklegt. Á meðan deila andstæðar fylkingar og þjóðin skiptist í tvo ójafna hópa. Svo virðist sem að Þráinn muni verða í minnihlutanum. 

 


mbl.is Flokkarnir hætti að rífast um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband