Ritstjóraraus Sigmundar E. Rúnarssonar
23.2.2023 | 13:48
Vissir þú lesandi góður að Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins er á sama máli og helstu fjöldamorðingjar sögunnar, Stalín, Maó og Hitler?
Hvernig veit ég það?
Jú, þeir sögðu af fullvissu sinni að einn plús einn væri sama sem tveir. Sigmundur lærði sömu stærðfræði.
Auðvitað er þetta tóm della en ég get ekki stillt mig um að nota sömu heimskulegu röksemdafærsluna og Sigmundur gerir í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Honum finnst alveg ómögulegt að rússneski sendiherrann skuli hafa fengið grein birta í Morgunblaðinu. Sigmundur segir þetta:
Það er beinlínis sorglegt að sjá útgerðarvaldið á Íslandi eyða prentsvertu í öfgafullan áróður af þessu tagi gagnvart saklausri þjóð sem horfir nú upp á alþýðu manna vera stráfellda í gegndarlausum loftárásum af hálfu Rússa sem einbeita sér að því að rústa heimilum fólks og öllum viðkvæmustu innviðum landsins.
En þá liggur það líka fyrir að hverju aðdáun blaðsins beinist.
Þetta segir maðurinn sem er sammála helstu fjöldamorðingjum sögunnar. Afsakið, þetta segir blaðafulltrúi góða fólksins í Samfylkingunni.
Enskumælandi tala um guilt by association sem útleggja má sök vegna tengsla eða samskipta, og þykir ekki merkileg röksemdafærsla um sekt. Sigmundur ritstjóri færir sektardóminn niður á enn lægra plan. Segir í hálfkveðinni vísu að ritstjórar Morgunblaðsins dáist að Pútín fyrir þá sök eina að birta grein eftir rússneska sendiherrann.
Páll Árdal varaði við svona:
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
Orðalag ritstjórans á Fréttablaðinu er svo ómerkileg að hann getur ekki stillt sig um að tala um útgerðarauðvaldið sem leyfir sér að prenta áróður sendiherrans. Hvernig á að skilja þetta? Líklega felst í því að ritstjóri Fréttablaðsins myndi aldrei birta grein sem hann er efnislega ósammála. En þá liggur það líka fyrir hvert viðhorf mannsins til lýðræðisins beinist.
Ágæti lesandi er ekki nokkuð langt til seilst að reyna að koma höggi á keppinautinn með því að væna hann um Rússadekur eða álíka? Síst hafa ritstjórar Morgunblaðsins verið sekir um slíkt, frekar að vinstri menn hafi fordæmt þá fyrir stuðning sinn við Nató og vestrænt lýðræði. Eða bendir eitthvað til þess að núverandi ritstjóri hafi breytt um skoðun í þessu efnum?
Svona skrifar engin ekki nema sá sem er ölvaður og stendur í ræðustól á Alþingi.
Hva?
Má ekki nefna fulla kallinn sem núna er ritstjóri?
Högg fyrir neðan beltisstað?
Æ, æ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)