Skođanakönnun hjálpar svaranda ađ mislíka mjög - eđa hata

Hćgt er ađ klúđra heilli skođanakönnun međ ţví ađ leggja svarendum orđ í munn. Auđvita á ađ varast ţađ. Fjölmiđlanefnd lét fyrir stuttu gera könnun sem um margt er vafasöm. Niđurstöđur hennar er auđveldlega hćgt ađ draga í efa.

Hér er ein spurningin:

Er einhver hópur sem ţér mislíkar mjög?

Sárasaklaus. Ćtti ég ađ svara henni hefđi ég einfaldlega sagt nei, mér mislíkar ekki mikiđ viđ neina hópa. Auđvitađ kann ađ vera ađ manni sé í nöp viđ ţađ sem einstaka hópar eđa fólk sem tengt er hópum lćtur frá sér fara. Ţannig held ég ađ flestum sé fariđ. 

Hins vegar er afar líklegt ađ svar margra myndi breytast ef spurt vćri á ţennan hátt:

Hér fylgir listi međ ólíkum hópum í samfélaginu sem fólk getur haft mismunandi skođanir á. Er einhver hópur sem ţér mislíkar mjög?

HóparŢetta er ţađ sem boriđ var fram fyrir svarendur. Listinn sem fylgir breytir öllu, gefur hverjum manni byr í seglin. Bođiđ er upp á hlađborđ af hópum sem mađur getur látiđ sér líka illa viđ og ţađ á stundinni, nćr umhugsunarlaust. Sjá međfylgjandi töflu.

Hvers vegna? Einfaldlega vegna skyldurćkni. Ég er spurđur og sjálfsagt er ađ svara. Í fermingarveislunni er ţađ sjálfsögđ kurteisi ađ bragđa á öllum sortum, jafnvel ţeim sem manni líst ekkert á.

Skyndilega er sá sem ekki mislíkađi viđ nokkurn mann orđinn fúll út í allt og alla. Hann rámar í fjölmiđlafréttir, „vonda fólkiđ“. Ţegar hann sér alla listann yfir hópanna, hlađborđiđ sjálft, man hann hver skylda hans er; ađ svara ítarlega, samkvćmt fréttum fjölmiđla. „Hakađu viđ alla sem ţú vilt“, og svarandinn gerir ţađ svikalaust.

Hvađ merkir sögnin ađ mislíka? Í almennu máli getur ţađ merkt ađ gremjast vegna einhvers eđa falla eitthvađ illa svo vitnađ sé í orđabókina. En, svo bćtist hitt viđ; áhersluorđiđ mjög og „mislíkunin“ fer ađ nálgast gildishlađna orđiđ ađ hata. Svarandinn gerir ef til vill ekki greinarmun á ađ mislíka og hata ţví hlađborđiđ breytir öllu.

Gjörbreyting verđur á merkingu orđalagsins „mislíka mjög“ ţegar á eftir fara nöfn hópa sem nefndir eru í könnuninni.

Hversu skammt er í ađ sá sem „mislíkar mjög“ viđ Gyđinga, Pólverja, múslima hati ţá. Merkir viđ til ađ segja eitthvađ: „Jú, ég hata Ísraela sem fara illa međ Palestínumenn.“ Ekki eru allir Gyđingar Ísraelar, skiptir ţađ engu máli?

Jú, ég hata femínista, ég hata múslima, íhaldsmenn, kapítalista. vopnasafnara, loftlagsafneitara, transfólk, lögguna, alţingismenn ...

Svona könnun er furđuleg. Líkist ansi mikiđ svokölluđum „smellufréttum“ veffjölmiđla sem búa til vafasamar fyrirsagnir til ţess eins ađ plata fólk til ađ opna fréttina.

Skođanakönnunin býđur upp á ótal viđtöl viđ fulltrúa ţess sem framkvćmdi hana. Ţá myndast vandlćtingin: Guđ minn góđur! Hvađ er ađ gerast? Ţvílíkar öfgar. Erum viđ svona miklu verri en Svíar sem er samanburđarţjóđ í könnuninni. Könnunin er fullkomin rétt eins og smellufrétt.

„Hvers vegna er ţér illa viđ veganista, geturđu rökstutt svariđ?“ „Ha, hvađ? Nei, sko, mér finnst bara asnalegt ađ fólk borđi ekki kjöt.“

„Af hverju mislíkar ţér mjög viđ rómafólk, geturđu rökstutt svariđ?“

„Hvers vegna er ţér svona uppsigađ viđ marga hópa?“

Eflaust verđur fátt um svör ţegar gengiđ er á fólkiđ sem svarađi ţessari spurningu. 

Ađalatriđiđ er ţađ sem nefnt var i upphafi. Mislíki ţér mjög viđ einhverja hóp nefndu ţá. Ég skora á ţig.

Sá sem býr til skođanakönnun á ekki ađ hjálpa svarandanum og mynda sér skođun.

Hefđi enginn listi fylgt spurningunni segir mér svo hugur um ađ niđurstađan hefđi ekki orđiđ fréttnćm. En ţađ var ekki tilgangurinn.

Smellufréttin er ađalatriđiđ. Og blađamannastéttin gleypti viđ ţessu, gagnrýnislaust.

 

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 17. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband