Samfylkingin, Viđreisn og Píratar skrökva um ađildarviđrćđur ađ ESB

Alţingi ályktar ađ fram fari ţjóđaratkvćđagreiđsla fyrir árslok 2023 um hvort halda skuli áfram ađildarviđrćđum Íslands viđ Evrópusambandiđ.

Ţetta er úr furđulegri ţingsályktunartillögu vinstri flokkanna á Alţingi. Ófyrirgefanlegt er ađ Samfylkingin, Viđreisn og Píratar skrökvi í henni. Hvort ţađ sé gert vísvitandi eđa óafvitandi vegna ţekkingarleysis skal ósagt látiđ. Ósannindi eru ţađ engu ađ síđur.

Mikilvćgt er ađ átta sig á ţví ađ ađild ađ ESB er ekki eins og tyrkneskt markađstorg ţar sem hćgt er ađ prútta eftir ţörfum og loks komist ađ niđurstöđu sem er međaltal af ţví sem lagt var upp međ. Svo virđist sem Samfylkingin, Viđreisn og Píratar haldi ţađ.

Stađreyndin er einföld. Engar „ađildarviđrćđur“ hafa fariđ fram viđ ESB. Međ ţingsályktunartillögu vinstri stjórnarinnar áriđ 2009 var sótt um ađild Íslands ađ ESB. Evrópusambandiđ samţykkti hana. Í kjölfariđ hófust ađlögunarviđrćđur, ekki ađildarviđrćđur, ţćr eru ekki lengur til í reglum Evrópusambandsins.

Afar mikilvćgt er ađ stjórnmálamenn sem og ađrir átti sig á muninum á orđalaginu ađildarviđrćđur og ađlögunarviđrćđur.

Á ensku nefnast ađlögunarviđrćđur „Accession negotiations“. Ţćr eru fyrir ríki sem ćtla sér ađ ganga inn í ESB. Ţetta eru ekki ađildarviđrćđur og ESB varar beinlínis viđ ţeirri túlkun. 

ESB segir einfaldlega ađ ađildarviđrćđur séu ekki lengur í bođi. Ríki sem sćkir um ađild hlýtur ađ vilja ađild, ţau eru ekki ađ prófa, kanna ađstćđur, stunda ţreifingar.

Ađlögunarviđrćđur eru í ţví fólgnar ađ lög og reglur umsóknarríkisins eru lagađar ađ stjórnskipun Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálanum. Undanţágur eru ekki veittar.

Í reglum ESB segir:

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.  

Ţetta hlýtur ađ vera skýrt, engar samningaviđrćđur, ađeins ađlögunarviđrćđur. Umsóknarríki verđur ađ taka um ESB reglur, 90.000 blađsíđur, samţykkja ţćr eđa hćtta viđ.

Ofangreinda ţingsályktun leggja eftirtaldir ţingmenn fram:

  • Logi Einarsson
  • Ţorgerđur K. Gunnarsdóttir
  • Halldóra Mogensen
  • Helga Vala Helgadóttir
  • Ţórunn Sveinbjarnardóttir
  • Oddný G. Harđardóttir
  • Kristrún Frostadóttir
  • Jóhann Páll Jóhannsson
  • Björn Leví Gunnarsson
  • Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
  • Gísli Rafn Ólafsson
  • Ţórhildur Sunna Ćvarsdóttir
  • Valgerđur Árnadóttir
  • Ţorbjörg Sigríđur Gunnlaugsdóttir
  • Sigmar Guđmundsson
  • Hanna Katrín Friđriksson
  • Guđbrandur Einarsson

Ólíklegt er ađ ţingmennirnir hafi lesiđ regluna sem er hér fyrir ofan.

Eftirfarandi skjal er lýsing á ađlögunarviđrćđum, „skref fyrir skref“ eins og ţađ er orđađ: https://neighbourhood-enlargement.ec.europa.eu/system/files/2022-09/eu_accession_process_clusters.pdf.

Svo er ekki verra ađ ţessir ţingmenn hlusti á rćđu Samfylkingarmannsins Össurar Skarphéđinssonar ţáverandi utanríkisráđherra sem fór međ rangt mál á blađamannafundi. Á fundinum var Stefan Füle, ţáverandi stćkkunarstjóri ESB, og leiđrétti hann Össur svo eftirminnilega ađ líklega hefur sviđiđ undan. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8.

Nú kunna ýmsir međ yfirborđsţekkingu ađ halda ţví fram ađ Svíţjóđ hafi fengiđ samning og jafnvel fleiri ríki. Ţeir sem ţetta segja hafa rétt fyrir sér. Á árunum ţegar rćtt var um ađild Noregs, Austurríkis, Finnlands og Svíţjóđar var fariđ í viđrćđur viđ ţessi lönd, ţá hét ţađ „negotiations“. Ţađ er ekki lengur gert, ESB hefur breytt reglunum.

Kostirnir og gallarnir viđ ađild ađ ESB liggja fyrir, samningurinn er klár. Hann gengur undir nafninu Lissabon-sáttmálinn. Hann vilja Píratar, Viđreisn og Samfylkingin ađ  Íslandi samţykki. 

Ađ öllum líkindum mun Alţingi fella tillöguna og er ţađ vel.

 

 

 


Bloggfćrslur 22. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband