Ţykistuleikurinn gegn Rússum
26.3.2022 | 11:12
Ţjóđverjar eru búnir ađ reikna út ađ verđi lokađ fyrir orkuna frá Rússlandi myndi skella á efnahagskreppa. Kórónuveiran hefđi lokađ ţjónustugeiranum, en ţessi kreppa myndi bitna á hjarta ţýsks iđnađar og leiđa til ţess ađ landsframleiđsla myndi dragast saman um allt ađ ţrjá af hundrađi [3%]. Ţá yrđi dýrara ađ útvega orkuna. Ţađ myndi hafa áhrif á verđlag og jafnvel draga úr samkeppnishćfni ţýskrar framleiđslu.
Ţessi athyglisverđu orđ eru í leiđara Morgunblađsins 26. mars 2022. Ţýsk stjórnvöld gráta af ţví ađ ţađ er of dýrt ađ refsa Rússum fyrir stríđsreksturinn í Úkraínu. Úr ţessu má lesa ađ efnahagslegar refsiađgerđir mega ekki vera of dýrar fyrir ţá sem beita ţeim og ţetta virđist vera útbreitt skođun í Evrópu. Friđelskandi fólk vill auđvitađ ekki borga of mikiđ fyrir friđinn en krefjast hans engu ađ síđur.
Ţvílík della. Ţađ verđur dýrt ađ stöđva Rússa, fylgi hugur máli, sem vissulega má draga í efa. Svona er allt sýndarmennska, innihaldslaust mal og tal sem engu skiptir.
Og ţú, lesandi góđur. Ertu međ í baráttunni fyrir friđi ef efnahagslegar refsiađgerđir gegn Rússum muni kosta ţig sem nemur 20% af tekjum ţínum eđa kaupmćtti?
Nei, auđvitađ ekki. Ţú ert engu skárri en ađrir í Evrópu í ţykistuleiknum gegn Rússum.
Hingađ til hafa Rússar ađeins hrist sig vegna refsiađgerđanna en halda svo áfram ađ drepa fólk í Úkraínu og sprengja borgir og bći í tćtlur. Á međan berast óstađfestar fréttir sem eiga ađ gera okkur, almenning, ánćgđa međ refsiađgerđirnar. Her Rússa er í vandrćđum, Pútín er veikur og rússnesku almenningur muni bylta stjórninni í Kreml. Svona sögur bera öll einkenni falsfrétta.
En, en, en ... ţađ er búiđ ađ taka flugvélar, hús og snekkjur af rússnesku auđmönnunum, ólígörkunum, kannt ţú ađ segja. Ţetta skiptir engu máli.
Rússar hafa ekki lent í miklu vanda vegna refsiađgerđanna. Kínverjar hjálpa ţeim. Jafnvel íslensk fyrirtćki sem seldu til Rússlands senda nú vörur ţangađ í gegnum Kína. Allt lekur í gegn rétt eins og gasiđ og olían til Ţýskalands, hveitiđ og byggiđ til Frakklands, og SWIFT er bara orđin tóm ţví auđvitađ ţarf ađ borga fyrir lekann frá Rússlandi.
Dettur einhverjum í hug ađ baráttan gegn stríđsrekstri Rússa muni ekki verđa Evrópu dýr sé tilgangurinn raunverulega sá ađ stöđva stríđsvél innrásarliđsins.
Efnahagslega refsiađgerđir eiga ađ vera ţannig ađ almenningur í Rússlandi ţjáist og helst rísi upp gegn stjórnvöldum. Til ţess er leikurinn gerđur.
Aldrei hafa efnahagslegar refsiađgerđir veriđ nógu harđar og verđa ţađ ekki nema ţví ađeins ađ almenningur hérna megin finni fyrir ţeim. Öllum samskiptum viđ Rússa ţarf ađ hćtta og ţađ mun óhjákvćmilega leiđa til tímabundinna óţćginda hérna megin járntjaldsins nýja.
Ţjóđverjar eru eins og allar ađrar ţjóđir. Gráta tapađ fé. Evrópuţjóđunum finnst betra ađ láta Úkraínumenn ţjást en verđbólgan vaxi, vextir hćkki, samkeppnishćfnin minnki, ferđaţjónustan stađni, atvinnuleysi aukist, hagvöxtur hrynji, međ öđrum orđum; ađ allt stefni í kalda kol.
Ágćti lesandi. Ţú ert eflaust á móti stríđi, manndrápum og eyđingu borga og bćja svo framarlega sem baráttan kosti ţig ekki nema örfáar krónur sem ţú veiđir sjálfur upp úr buddunni.
Viđ fordćmum Pútín og rússnesk stjórnvöld og teljum okkur til góđa fólksins en erum ekki tilbúin til ađ borga fyrir friđinn. Hann er síst af öllu ókeypis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)