Dómsigur banns Trumps, kíkja á fossa, og viđvarandi skúrir

Orđlof og annađ

Hvert stefnir íslenskan?

Ég fór í Bónus á dögunum og kom á afgreiđslukassann og segi viđ drenginn sem stimplađi inn ađ ég ćtlađi ađ fá ţetta hvorutveggja. Hann kallar í nćsta afgreiđslumann. „Siggi er hvorutveggja „bćđi“?“

Ţá var ég á ferđ í fyrra og kom á ţekktan veitingastađ norđan heiđa. Ungur mađur stóđ viđ afgreiđsluborđiđ. „Can I help you?“ Ég segi á íslensku „Já, takk, en er ekki einhver á ţessum bć sem talar íslensku?“ 

Afgreiđslumađurinn snarar sér inn í eldhús og kemur ađ vörmu spori. „Get ég ađstođađ herrann?“ 

Húmorinn í lagi hjá ţessum unga manni en hvert stefnir íslensk tunga ţegar Íslendingar eru ávarpađir á erlendri tungu í sinni heimasveit?

Arnór Ragnarsson, grein í Morgunblađinu 11.6.2019.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Dómsigur fyrir bann Trump viđ transfólki í hernum.

Fyrirsögn á visir.is.           

Athugasemd: Skilur einhver ţessa fyrirsögn? Málfrćđilega er hún rétt og  engin stafsetningavilla. Er ţá ekki allt gott? Nei, hér vantar smárćđi sem kallast rökrétt hugsun. Sigrađi bann Trumps“ fyrir rétti eđa var ţađ stađfest?

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Í dag hafa Armstrong og Han­sen veriđ í Húsa­felli og sam­kvćmt In­sta­gram-reikn­ingi hans fóru ţau međal annars og kíktu á Hraun­fossa.

Frétt á mbl.is.          

Athugasemd: Útlendingar „kíkja“ einatt á hina og ţessa stađi á landinu ef marka má blađamenn. Sögnin ađ kíkja merki ekki ađ skođa. Á malid.is segir međal annars: 

Kíkja s. (17. öld) ‘gćgjast, horfa í kíki’. To., sbr. nýnorska og sćnska kika, danska kige […] Líklega sk. keikur og kikna og upphafl. merk. ‘ađ beygja sig eđa reigja til ađ sjá betur’. Sjá kíkir og kikka.

Í daglegu tali er sögnin ađ kíkja fyrst og fremst höfđ um ađ koma stuttlega viđ, horfa í gegnum kíki, skođa laumulega og álíka. Orđiđ er frekar ofnotađ, er tískuorđ og frekar leiđinlegt sem slíkt.

Svo er ţađ ţetta orđalag sem er dálítiđ ruglađ: „Fóru međal annars og kíktu ...“ Eru ţrjú fyrstu orđin ekki óţörf?

Enska orđiđ „account“ getur ţýtt reikningur. „Accountant“ ţýđir bókhaldari og „accounting“ er reikningshald, ţađ er bókhald og gerđ ársreiknings og fleira.

Mér finnst alveg ótćkt ađ áskrift mín ađ Instagram eđa Facebook sé kölluđ reikningur. Lýsi hér međ eftir gegnsćrra orđi.

Tillaga: Í dag hafa Armstrong og Han­sen veriđ í Húsa­felli og samkvćmt In­sta­gram-áskrift hans skođuđu ţau Hraun­fossa.

3.

„Viđvarandi skúrir.

Veđurfréttir kl. 22 í Ríkissjónvarpinu 18.6.2019.           

Athugasemd: Lýsingarorđiđ viđvarandi er hrein og klár danska sem hefur náđ góđri fótfestu í íslensku máli. Danska orđabókin segir um orđiđ:

[Vedvarende] som bestĺr til stadighed fx om uudtřmmelige energiformer som solenergi og vindenergi

Á malid.is segir:

… sem varir lengi, sem erfitt er ađ losna viđ

Nafnorđiđ skúr, sem er í kvenkyni og er í merkingunni regn sem stendur stutt yfir, er svolítiđ vandmeđfariđ. Ţví má ekki rugla saman viđ karlkynsorđiđ skúr sem merkir lítil og óvönduđ bygging sem einkum er notuđ til geymslu. Ađ vísu eru til bílskúrar sem yfirleitt eru traustlega byggđir.

Skúrin, regnskúrin, beygist svona í eintölu: Skúr, skúr, skúr til skúrar. Í fleirtölu: Skúrir, skúrir, skúrum, til skúra.

Skúrinn, hjallurinn, beygist svona í eintölu: Skúr, skúr, skúr, skúrs. Í fleirtölu: Skúrar, skúra, skúrum, skúra.

Dćmi:

  1. Skúrin féll á skúrinn.
  2. Ţau stóđu af sér skúrirnar í skúrunum.
  3. Hann tafđist vegna skúrarinnar.
  4. Ţau töfđust vegna skúranna.
  5. Á morgun verđur leiđinda skúraveđur.
  6. Ekki hlakka ég til ţessara skúraveđra.

Einsleitni tungumálsins er fjölbreytileg ... eđa ţannig.

Tillaga: Skúraveđur.

4.

„Haffćrisskírteini líka komiđ fljótlega.

Undirfyrirsögn á blađsíđu 8 í Morgunblađinu 19.6.2019.           

Athugasemd: Er orđaröđin ekki dálítiđ skrýtin í ţessari setningu? Svo virđist sem orđin hafi fariđ á flakk ţví svona talar varla nokkur mađur.

Tillaga: Haffćrnisskírteiniđ kemur líka fljótlega.


Bloggfćrslur 19. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband