Hætti Sigríður eða steig hún til hliðar ....?

Ég er að velta því fyrir mér hvort Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi „stigið til hliðar“ eða hætt sem ráðherra.

Mér finnst lágmarkið að þingmenn, ráðherrar og ekki síst fjölmiðlamenn tali íslensku en grípi ekki til enskuskotinnar íslensku sem fæstir skilja.

Það er ekkert til sem heitir að „stíga til hliðar“ í þeirri merkingu að hætta. Sá sem gerir hið fyrrnefnda er að víkja sem þýðir ekki að hætta. Í malid.is segir:

‘þoka sér, fara, hörfa; halda til, stefna að; veita, gefa,…’

Þetta orðasamband er orðið frekar þokukennt og enginn veiti eiginlega hvað það þýðir. Á ensku er tíðum sagt „to step down“ eða „to step aside“. Af samhenginu má þá stundum skila að einhver hafi hætt. Við höfum orð á íslensku yfir flest sem til er. Engin ástæða er til að gefa einhvern afslátt af tungumálinu okkar.

Undantekningin eru glímumenn er dómarinn kallar „stigið“ og þeir stíga til hliðar, aftur eða fram til að ná hælkrók eða einhverju öðru bragði.

Sjá nánar um þetta hér.

 


mbl.is Dómsmálaráðherra stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband