Kynvíxl, nćstefstudeildarliđ og met fyrir hrađasta róđur

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

 

1.

„Ţá sagđist hún vćri hćtt ađ reka nuddstofur og vćri ađ flytja til Washington DC. Yang segist ţar ađ auki ekki ţekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfađ sem sjálfbođaliđi á kosningatengdum viđburđum og hafi sótt einhverja viđburđi í klúbbum hans.“

Frétt á vísir.is.          

Athugasemd: Fljótfćrni blađamanna fer illa međ fréttir á Vísi. Hér fyrir ofan eru ţrjár málsgreinar. 

Í ţeirri fyrstu er í óbeinni rćđu sagt frá ţví ađ kona nokkur Cindy Yang vćri ađ flytja til höfuđborgar Bandaríkjanna. 

Í nćstu málsgrein er sagt ađ frú Yang ţekki ekki Donald Trump, forseta, persónulega.

Í ţriđju málsgreininni er frú Yang orđin karlmađur nema ţví ađeins ađ ţađ sé forsetinn sem hafi starfađ sem sjálfbođaliđi á „kosningatengdum“ viđburđum (hvađ sem ţađ nú ţýđir). Má vera ađ ţetta geti kallast kynvíxlun.

Ţar sem ég skildi ekki fréttina og fletti ég upp í heimildinni sem er vefútgáfa Miami Herald. Ţar segir:

Yang told the Miami Herald she doesn’t know the president personally, and that she doesn’t work for him, other than to volunteer for campaign events.

Hér međ er ljóst ađ blađamađurinn klúđrađi ţýđingunni, las greinilega ekki yfir textann sinn áđur en hann var birtur. Skipta gćđi frétta blađamanninum engu máli eđa stjórnendum vefsins? Er markmiđiđ bara ađ freta út orđum án skiljanlegs samhengis.

Svona lagađ kallast skemmdar fréttir.

Tillaga: Engin tillaga gerđ

2.

Valsmenn lentu í kröppum dansi viđ nćstefstudeildarliđ Fjölnis en sluppu međ skrekkinn í framlengingu.

Undirfyrirsögn á blađsíđu 2 í íţróttablađi Morgunblađsins 9.3.2019.          

Athugasemd: Af hverju geta íţróttablađamenn ekki talađ venjulegt mál? Og hafa ţeir engan skilning á stíl?

Nýyrđiđ „nćstefstudeildarliđ“ er bráđskemmtilegt en tóm ţvćla. Međ ţetta í huga mćtti búa til fleiri álíka. Dćlmi: „Ţriđjuefstudeildarkvennavaraliđ“ eđa „fjórđuefstudeildarkarlavaramannabekkjarţaulsetuunglingar“. Jú, bráđfyndiđ er enn meiri ţvćla.

Ađalatriđiđ er ađ skrifa skiljanlegt mál, ekki bjóđa lesendum upp á málalengingar eđa dellu.

Tillaga: Valsmenn sluppu naumlega úr kröppum dansi viđ Fjölni úr 2. deild.

3.

Sló met fyr­ir hrađasta róđur yfir Atlants­haf.

Fyrirsögn á mbl.is. 

Athugasemd: Ţetta er biluđ fyrirsögn. Fréttin fjallar um mann sem réri yfir hafiđ á 36 dögum. Enginn einn hefur róiđ hrađar.

Fréttin er frekar illa skrifuđ. Skrýtiđ ţetta orđalag ađ „slá met fyrir …“. Hef aldrei heyrt um spjótkastara sem „slćr met fyrir spjótkasti“ eđa hlaupara sem „slćr met fyrir 5000 m hlaupi“. Ţannig er ekki tekiđ til orđa á íslensku.

Afreksmenn slá met í spjótkasti eđa 5000 m hlaupi. Einfćtt rćđarinn sló met í róđri yfir Atlantshafiđ.

Í fréttaskrifum er yfirleitt reynt ađ komast ađ kjarna málsins sem fyrst. Ţetta á viđ alla miđla. Mjög slćmt ţykir ţegar blađamađurinn rekur frásögn í beinni tímaröđ og endar síđasta af öllu á ţví sem öllu máli skiptir. Lesandi eđa hlustandi nennir ekki bíđa eftir kjarna málsins.

Međróđurinn var ađalatriđiđ. Hitt sem máli skiptir er ađ rćđarinn var einfćttur. Svo má vel vera ađ hann hafi veriđ međ suđ í eyrum eđa kartnögl á vinstri hendi.

Stíllaus fréttaskrif eru orđin afar algeng. Margir blađamenn fálma út í loftiđ, sjá ekki ađalatriđin, skrifa orđ án nokkur samhengis, reyna ekki ađ skrifa samhangandi frásögn. Enginn virđist leiđbeina nýliđum í blađamennsku og afleiđingin er agaleysi og skemmdar fréttir.

Tillaga: Sló hrađamet í róđri yfir Atlantshaf.

4.

Tug­ir góđra hjarta hćtt­ir ađ slá.

Fyrirsögn á mbl.is. 

Athugasemd: Ţetta er ekki rétt ţví tugur góđra hjartna hćttu ađ slá.

Hjarta beygist eins í öllum föllum eintölu: Hjarta, hjarta, hjarta hjarta. 

Í fleirtölu er beyging ţessi: Hjörtu, hjörtu, hjörtum, hjartna.

Ţar sem hjörtun er sagnorđ í fleirtölu hćttu ţau ađ slá.

Fyrirsögnin er algjörlega ómögulegt. Jafnvel ţó hún sé leiđrétt verđur hún áfram hallćrisleg. 

Skáldlegt, rómantískt eđa háfleygt orđalag verđur einfaldlega ljótt ef höfundinum hlekkist á í málfrćđinni. Ţess vegna fer betur á ţví ađ blađamenn skrifi einfalt og skiljanlegt mál. Málskrúđ á sjaldnast viđ í fréttum.

Tillaga: Tugir fólks í mannúđarmálum létust í flugslysi.


Bloggfćrslur 11. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband