Ţjóđarskömm ađ Einar Kárason fćr ekki listamannalaun

Einar KárssonHann er einn mesti núlifandi sögumađur sem ég veit af, gríđarlega vel máli farinn og hefur margt ađ segja sem ţó er ekki sjálfgefiđ hjá íslenskum rithöfundum. Ég er auđvitađ ađ tala um Einar Kárason, hinn mikla jöfur íslenskra skáldsagna.

Vinskapur okkar Einars er afar einhliđa. Hann veit ekkert um mig en ég hef lengi veriđ einn af ađdáendum hans, ţađ er ađ segja hef lesiđ bćkurnar, ţó ekki allar ... Međ öđrum orđum, viđ ţekkjumst ekki hćtishót.

Stormfuglar hafa veriđ í seilingarfjarlćgđ frá skrifborđi mínu frá ţví um mitt síđasta sumar og hef ég ótal sinnum gripiđ í hana.

Rithöfundurinn Einar Kárason er einstakur. Enginn annar getur skrifađ eins og hann gerir í Stormfuglum. Stundum langar og flóknar málsgreinar, sem ţó eru svo haganlega saman settar ađ lesandinn missir hvorki ţráđinn né athyglina. Minnimáttar skrifarar kunna ekki ţessa list og viđ lítum allir upp til Einars, ýmist međ ađdáun eđa öfund, jafnvel hvort tveggja.

StormfuglarÉg fletti bókinni ţegar ég var ađ skrifa ţennan pistil og kom af tilviljun ţar niđur er segir af stýrimanninum: 

Frammi í káetunni undir hvalbaknum var annars stýrimađur aleinn og farmlama, hann kastađist út úr kojunni og á gólfiđ, ţar lá hann međ fullri međvitund, jafnvel aukinni međvitund vegna kvala í baki og innvortis, og nú heyrđi hann hvernig allt var ađ hljóđna ţarna í kring; hann ţekkti ţetta, var ágćtis sundmađur og svona breytast umhverfishljóđin ţegar mađur er kominn á kaf; stýrimađurinn sá alla ćvi sína renna hjá, ţetta gerist í alvöru hugsađi hann; svo sá hann fyrir sér konuna og börnin, og hann ákvađ ađ ţylja allt ţađ sem hann kynni af bćnum og guđsorđi á leiđ sinni inn í eilífđina, kannski myndi fjölskylda hans heima í Kópavogi á einhvern hátt heyra ţađ eđa skynja. [Stormfuglar, blađsíđa 97.]

Ţegar ég var krakki í menntaskóla var ég tvö sumur á togurum, jafnvel síđutogurum, en bókin Stormfuglar gerist um borđ í einum slíkum á Nýfundnalandsmiđum. Ég kannast ţví viđ orđalagiđ sem er svo skýrt og „rétt“ međ fariđ, jafnvel ţó Einar hafi veriđ skemur á togurum en ég, eftir ţví sem ég las einhvers stađar.

Sá armi samfylkingarmađur, Einar Kárason er ţó síđur en svo syndlaus. Hann sem kallađi fólk sem býr utan höfuđborgarsvćđisins „landsbyggđarhyski“, hann sem atyrti og hćddist ađ fólki sem vill halda Reykjavíkurflugvelli á sínum stađ. Má vera ađ ţar hafi hann gleymt sér, hrokkiđ í hrokagírinn, tilfinningin boriđ skynsemina ofurliđi ţegar ţetta gerđist. Enda bađst samfylkingarmađurinn afsökunar, ekki á skođunum sínum, heldur ađ hafa uppnefnt íbúa landsbyggđanna. Má vera ađ hugur hafi fylgt máli.

Ég geri greinarmun á pólitíkusinum Einari Kárasyni og rithöfundinum. Sá fyrrnefndi má hafa sínu lífi á ţann hátt sem hann vill og raunar sá síđarnefndi líka svo framarlega sem hann skrifar góđar bćkur.

Og ţar sem stefna meirihluta Alţingis er ađ veita völdum listamönnum laun fyrir framlag sitt til menningar ţjóđarinnar finnst mér algjörlega ótćkt ađ vađa framhjá Einari Kárasyni og láta hreinlega sem hann sé ekki til. Ţeir vita sem vilja ađ rithöfundar lifa ekki af list sinni einni saman nema ţeir verđi svo frćgir og miklir ađ bćkur ţeirra séu gefnar út á útlendum mörkuđum og rokseljist ţar.

Vera má ađ bćkur Einars hafi komiđ út í öđrum löndum en ţađ breytir ţó ekki framlagi hans til íslenskrar menningar.

Telja má ţađ ţjóđarskömm ađ einni mesti sögumađur ţjóđarinnar skuli ekki fá listamannalaun og á sama tíma fćr stíllaust „rithöfundar“ slíka viđurkenningu.

Samkvćmt Wikipedia eru ţessar skáldsögur Einars Kárasonar:  

 • Ţetta eru asnar Guđjón, 1981
 • Ţar sem djöflaeyjan rís, 1983
 • Gulleyjan, 1985
 • Fyrirheitna landiđ, 1989
 • Heimskra manna ráđ, 1992
 • Kvikasilfur, 1994
 • Norđurljós, 1998
 • Óvinafagnađur, 2001
 • Stormur, 2003
 • Ofsi, 2008
 • Skáld, 2012
 • Skálmöld, 2014
 • Passíusálmarnir, 2016
 • Stormfuglar, 2018

Hafa einhverjir ađrir rithöfundar á listmannalaunum gert betur?


Bloggfćrslur 12. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband