Lifi góða fólkið
15.5.2018 | 14:12
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég mun ekki syngja, dansa eða leika á hljóðfæri í Eurovision í Ísrael. Ekki heldur mun ég leggja til tónverk í forkeppnina á Íslandi. Þar að auki mun ég staðfastlega neita að vera áhorfandi að kepninni sjálfri í Jérúsalem eða í sjónvarpi.
Mér leiðist Eurovision, finnst hún einkar tilgerðarleg.
Og fyrst ég er byrjaður þá er eins gott að taka það fram að ég mun ekki leika með landsliðinu í HM í Rússlandi og ætla ekki að fara á leiki íslenska landsliðsins né annarra liða. Viðurkenni þó að ég mun hugsanlega horfa á einhverja leiki með öðru auganu - alls ekki meir.
Mér leiðist ekki fótbolti en Pútín er mér ekki að skapi.
Að lokum vil koma því á framfæri að þó ég muni fara til Bandaríkjanna á þessu ári má síst af öllu túlka það sem stuðning við stefnu Trump, hvorki í innanríkismálum né utan.
Mér leiðist Trump.
Og fyrst ég er byrjaður á þessu þá ber þess að geta að ég fer til Berlínar í næsta mánuði en þrátt fyrir það hef ég ekki breytt um skoðun á ESB, er á móti því að Ísland gangi inn í sambandið.
Mér leiðist ESB en hef ég ekkert á móti Evrópubúum.
Vinstri maður sem ég þekki doldið segir tvennt fara gríðarlega mikið í taugarnir á sér. Annars vegar eru það kynþáttafordómar og hins vegar svart fólk.
Lifi fjölbreytileikinn og góða fólkið.
![]() |
Daði ekki til í að keppa í Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)