Hvernig hefur þeim vegnað sem fengið hafa uppreist æru?

Líklega er stórhættulegt að blanda sér inn í umræðum um „uppreist æru“, og síst af öllu þá að nefna kenningar um fyrirgefningu, jafnt synda sem yfirsjóna. Vert af öllu er þó að ræða þá sem framið hafa ónefnanlega ljóta glæpi og þá sem hlotið hafa dóm fyrir.

Hins vegar hefur komið fram í mjög svo tilfinningaþrunginni umræðu undanfarinna vikna að þetta sem nefnt hefur verið „uppreist æru“ hefur verið tíðkað í áratugi.

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ástæða til að kanna hvernig til hefur tekist bæði fyrir þá sem hlotið æruna til baka sem og samfélagið.

Í stað þess að reyna að reyna að snapa pólitískt sólaljós í umræðunni er farsælla að hallast að málefnalegri hliðinni.

Yfirleitt er „uppreist æru“ veitt í kyrrþey, almenningur er ekki spurður og síst af öllu dómstólar götunnar eða „virkir í athugasemdum“. Í flestum tilfellum er það bara gott. Varla getur það verið neinum hollt að lenda í síku, ekki frekar en þegar fólki er hleypt aftur út í samfélagið eftir afplánun fangelsisdóms.

Hvernig skyldi nú fólki hafa vegnað eftir að hafa fengið „uppreist æru“ undanfarna áratugi?

  • Hefur það snúið af villu síns vegar eða haldið áfram, betrunin náð árangri?
  • Hvernig hefur samfélagið tekið við þessu fólki?
  • Hefur það verið látið í friði eða er það stöðugt minnt á yfirsjónir sínar eða glæpi?
  • Hefur það tekið upp störf í fyrri atvinnugrein eða farið í nýjar?

Mér finnst þetta dálítið forvitnilegt, mun áhugaverðara sjónarhorn heldur en viðhorf hins tilfinninganæma manns sem af meintri heift sinni helst vill drepa eða berja þann sem hefur orðið sekur um hinn ónefnanlega glæp.

Ábyggilega mun gagnlegra er að íhuga ofangreint sjónarhorn en að þykjast vera pólitíkus og reyna að vekja athygli á sjálfum sér í samfélaginu fyrir meinta umhyggju sem virðist þó ekkert annað en skinhelgin ein.


mbl.is Ferlið sagt vera allt of vélrænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband