Borgarstjóri er ekki samstarfshæfur
22.12.2016 | 19:35
Á miðjum fundi fengu fulltrúar minnihlutans loks eitt eintak afhent af tillögu borgarstjóra í málinu með þeim skilaboðum að hún yrði afgreidd í lok fundar.
Tillagan er fimm blaðsíður að lengd og virðist borgarstjóri hafa ætlast til þess að fulltrúar minnihlutans læsu hana samhliða öðrum málarekstri á fundinum.
Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar og að þeir gætu þannig fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kjörnir fulltrúar kynni sér gögn máls áður en ákvörðun.
Þetta segir í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem eru í minnihluta í borgarstjórn. Svona fer meirihlutinn með minnihlutann í borginni.
Ástæðan er einföld. Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn sjálfur, hatar Sjálfstæðisflokkinn og alla fulltrúa hans. Hann ræðir helst aldrei við borgarfulltrúa minnihlutans nema í gegnum milliliði.
Skrifstofa borgarstjóra hefur yfir að ráða fjölda starfsmanna sem vinna að almannatengslum. Þeir hafa það eitt verkefni að sýna borgarstjórann og meirihlutann í jákvæðu ljósi. Þeir eig að draga upp þá mynd að borgarstjórinn sé gæðablóð en ekki heiftúðugur náungi.
Fyrir vikið halda flestir að borgarstjórinn og meirihlutinn sé góður og málefnalegur og vinni í nánu samstarfi við minnihlutann. Því miður er það ekki svo. Samvinnan er engin.
Aldrei gerist það að borgarstjóri komi til fulltrúa í minnihlutanum að fyrra bragði og óski eftir samvinnu. Minnihlutinn hefur lært að það þýðir ekkert að ræða einslega við borgarstjóra um eitt eða neitt. Hann er ekki til viðtals.
Borgarstjórn Reykjavíkur er í tvennu lagi, hin opinbera og hin óopinbera.
Í óopinberu borgarstjórninni fara fram umræðurnar sem máli skipta og þar eru ákvarðanirnar teknar fram í reykfylltum bakherbergjum ráðhússins. Þar sitja gæðingarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar og ráða ráðum sínum. Enginn veit hvað þar er rætt.
Hin opinbera borgarstjórn er er afgreiðslustofnun og hefur það leiðinda verkefni að þurfa að hlusta á minnihlutann. Meira hvað meirihlutanum leiðist þetta lýðræðislega verkefni.
Það er því eftir öðru að borgarstjóri taki ákvörðun um borgarritara án nokkur samráð við minnihlutann og láti nægja að kasta í hann pappírspésa um þann sem var ráðinn.
Ljósi punkturinn er þó sá að ekki var hægt að ganga framhjá Stefáni Eiríkssyni þegar ráðið var í starfið. En um það fjallar ekki óánægja minnihlutans. Hún er um lýðræðið.
![]() |
Stjórnsýslulegt hneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |