Frábær staða Íslands samkvæmt 70 mælikvörðum
23.10.2016 | 14:59
Er hægt að trúa Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þegar hún segir að allt sé í kalda koli á Íslandi?
Eru þeir trúverðugir þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er vinstri flokkanna og Viðreisnar, sem halda þessu sama fram?
Nei, þessir stjórnmálamenn skrökva. Þeir vita að séu ósannindi nógu oft endurtekin eru margir svo barnalegir að trúa þeim, sérstaklega ef þeir sem halda þessu fram eru svo óskaplega vingjarnleg og brosmild.
Hvernig sem litið er á málin þá er staðan glæsileg eftir þriggja ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar með er ekki sagt að við getum ekki gert betur, sinnt eldri borgurum, stutt við bakið á ungu fólki við húsnæðiskaup og svo framvegis.
Grundvallaratriðið er hins vegar þetta: Ríkissjóður hefur ekki nægar tekjur til að gera allt fyrir alla, hvað þá að greiða svokölluð borgaralaun eins og Píratar halda fram. Raunar eitt það vitlausasta af mögum vitleysum sem komið hafa úr þeim herbúðum.
Lítum hins vegar á hvernig hin raunverulega staða er hér á landi.
Davíð Þorláksson, lögfræðingur, lagðist í rannsóknir á fullyrðingum vinstri manna og segir þetta á Facebook síðu sinni:
Flokkarnir sem bjóða sig fram til Alþingis, fyrir utan stjórnarflokkana, eiga það sameiginlegt að þeir telja stöðu mála skelfilega og þeir boða miklar breytingar. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort þörf sé á breyttri stefnu eða hvort við séum á réttri leið. Skoðum nokkra mælikvarða sem ættu að gefa glögga mynd af lífsgæðum okkar. Bæði í samanburði við önnur lönd og einnig hvernig þeir hafa þróast hér síðastliðin ár.
Lífsgæði
- Jöfnuður
- Gini stuðullinn er 0,25. Þriðji mesti jöfnuður í OECD, var 0,3 árið 2008 (lægri stuðull þýðir meiri jöfnuður).
- Hamingja
- 9,6 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), önnur hæsta í OECD.
- Lífsfylling
- 7,7 (á skálanum 0-10), þriðja hæsta í OECD, Meðaltalið er 6,8.
- Fólksflutningar
- Á síðustu þremur árum hafa 4.162 fleiri flutt til landsins en frá því. Árin þrjú þar á undan fluttu 3.857 fleiri frá landinu en til þess. Sveiflan er upp á 8.019.
- Velferð og gæði samfélagsinnviða
- 88,45 SPI stig, tíunda hæsta í heimi.
- Eymdarvísitala
- 4 stig, sú lægsta síðan mælingar hófust.
- Gæði stuðningsnets
- 8,8 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), önnur hæsta í OECD.
- Öryggi
- 8,8 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), tíunda hæsta í OECD.
- Öryggisupplifun
- 78%, 12. hæsta í OECD, meðaltalið er 69%.
- Menntunarstig
- 5,9 (á skalanum 1-7), ellefta hæsta í heimi, Singapúr er hæst með 6,3.
- Ljósleiðaranotkun
- 25,9%, 8. hæsta í OECD, meðaltalið er 17,9%.
- Notkun samfélagsmiðla
- 84%, hæsta í OECD.
- Kaupmáttur
- 137,2 stig, aldrei verið hærri, hækkaði um 8,5% sl. 12 mánuði.
- Ráðstöfunartekjur
- Jukust um 9,6% á mann 2014 -2015.
- Fátækt
- 4,6%, sú lægsta í OECD, Meðaltalið er 11,4%.
- Fjárhagsaðstoð
- Árið 2015 fækkaði þiggjendum um 9,7%.
- Vanskil hjá Íbúðalánasjóði
- 4,8% af lánasafni en var 8,6% ári áður.
- Eigin húsnæði
- 78% búa í eign húsnæði, hæsta hlutfall á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð eru það 39%.
- Húsnæðisverð
- Hækkað um 37,2% á kjörtímabilinu á höfuðborgarsvæðinu.
- Eiginfjárstaða
- 76% með jákvætt eigið fé, jókst um 6,9% frá 2014 til 2015.
- Skuldir
- 156% af ráðstöfunartekjum, næst lægstu á Norðurlöndunum.
Eldri borgarar
- Fátækt
- 3%, 4. lægsta í OECD, meðatalið er 12,6%.
- Atvinnustig eldra fólks
- 82%, lang hæst í OECD, meðaltalið er 44%.
- Netnotkun
- 89%, hæsta í OECD, meðaltalið er 49%.
- Fátækt
- 7%, 2. lægsta í OECD, meðaltalið er 14%.
- Atvinnuleysi
- Var 8% þegar samanburður var gerður innan OECD, sú fjórða lægsta í heimi, meðaltal OECD er 14%.
- Fyrstu kaup
- Voru 23% af fjölda kaupsamninga árið 2016, 22% árið 2015, 18% árið 2014 og 17% árið 2013, samanborið við 14% árið 2012, 12% árið 2011, 9% árið 2010, 8% árið 2009 og 9% árið 2008.
- Búa enn í foreldrahúsum
- 52%, sjöunda lægsta í OECD, meðaltalið er 59%, á Ítalíu er það 81%.
- Óvirkni
- 6,2%, lægsta í OECD, meðaltalið er 14,6%.
- Áhugi á stjórnmálum
- 81%, ellefta hæsta á OECD, meðaltalið er 73%.
- Stærðfræðiótti
- 45%, fjórða lægsti í heimi, meðaltal OECD er 59%.
- Aðgangur 6 ára nema að neti
- 47%, sjöunda hæsta í OECD, meðaltalið er 32%.
- Aðgangur 10 ára nema að neti
- 75,5%, sjöunda hæsta í OECD, meðaltalið er 56,7%.
Jafnrétti
- Jafnrétti kynja
- Mest í heimi 7 ár í röð skv. Globa Gender Gap Index World Economic Forum.
- Launamunur
- Munur á meðallaunum karla og kvenna er lægri en í Svíþjóð og lægri en OECD meðatalið sem er 15,6%.
- Starfsumhverfi kvenna
- 82 stig (af 100 í Economist Glass-Ceiling Index), það hæsta í heimi, meðaltal OECD er 58.
- Háskólamenntun kvenna
- 47% ungra kvenna hefur lokið háskólamenntun, sem er yfir meðaltalið OECD, samanborið við 34% karla.
- Konur á þingi
- 41,3%, þriðja hæsta í OECD, meðaltalið er 27,8%.
- Kvennstjórnarmenn
- 44%, hæsta í OECD, meðatalið er 20%.
- Réttur til feðraorlofs
- 13 vikur, lengsta á Norðurlöndunum, sjöunda lengsta í OECD, meðaltalið er 8 vikur.
- Verðbólga
- Hefur verið 1,8% síðustu 12 mánuði, var 1,6% árið 2015 og 2% árið 2014, samanborið við 3,9% árið 2013, 5,2% árið 2012, 4% árið 2011, 5,4% árið 2010, 12% árið 2009 og 12,4% árið 2008.
- Hagvöxtur
- Var 4,2% árið 2015, 1,9% árið 2014 og 4,4% árið 2013, samanborið við 1,2% árið 2012, 2,0% árið 2011, -3,6% árið 2010, -7,9% árið 2009 og 1,5% árið 2008.
- Krónan
- Styrkst um 19,9% á kjörtímabilinu.
- Úrvalsvísitalan
- Hækkað um 49,67% á kjörtímabilinu.
- Lánshæfi ríkisins
- Farið úr BAA3 í A3, upp um 3 stig, hjá Moodys á kjörtímabilinu.
- Viðskiptakjaraáhrif
- 6% 2014-2015, hæsta í OECD, í Noregi voru þau minna en -6%.
- Spilling
- 79 stig (af 100 skv. Corruption Perception Index 2015), sú þrettánda minnsta í heimi.
- Tiltrú á ríkinu
- 46%, sautjánda hæsta í heimi, meðaltal OECD er 42%.
- Traust á dómstólum
- 63%, þrettánda hæsta í OECD, meðaltalið er 54%.
- Ferðamenn
- 19,5% fjölgun að meðaltali 2010-2014, sú hæsta í OECD, Kórea í öðru sæti með 12,7%.
Vinnumarkaður
- Atvinnuleysi á kjörtímabilinu
- Hefur minnkað um 54,31% á kjörtímabilinu, 7.836 voru atvinnulausir í upphafi kjörtímabilsins, en nú eru þeir 3.580.
- Atvinnuleysi í samanburði við önnur lönd
- Var 4,1% þegar samanburður var gerður við önnur lönd árið 2015, fjórða minnsta í heimi, meðaltal OECD var 6,7%.
- Fjöldi starfa
- Voru 174.500 í upphafi kjörtímabilsins en eru nú 199.200, það er fjölgun um 24.700, eða 14,2%.
- Langtímaatvinnuleysi
- 22,2% atvinnulausra, ellefta lægsta í heimi, meðaltal ESB er 48,2%.
- Landsframleiðsla á mann
- 5. hæsta í heimi, árið 2009 var hún sú fjórtánda hæsta.
- Atvinnustig
- 82%, hæsta í OECD, 66% er meðaltalið.
Heilbrigði
- Framlög til heilbrigðismála
- Aukist um 27% á kjörtímabilinu, þar af hafa framlög til sjúkrahúsa aukist um 34%.
- Heilsa
- 85,5 stig (af 100 skv. S.þ.), það hæsta í heimi, meðaltalið er 59,3.
- Heilsa
- 8,6 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), 4. hæsta í OECD.
- Fjöldi lækna
- 3,6 á hverja 1.000 íbúa, 12. hæsta í OECD, meðaltalið er 3,3.
- Fjöldi hjúkrunarfræðinga
- 15,5 á hverja 1.000 íbúa, 4. hæsta í OECD, meðaltalið er 9,1.
- Læknisheimsóknir
- 6,0 á mann á ári, 16. lægsta í OECD, meðaltalið er 6,6.
- Reykingar
- 14% reykja daglega, 6. lægsta hlutfallið í OECD, meðaltalið er 19%.
- Keisaraskurðir
- 15,2%, lægsta í OECD, meðaltalið er 27,6%.
- Lífslíkur eftir brjóstakrabbamein
- 86,7%, 9. hæstu í OECD, meðaltalið er 84,9%.Innlagnir sykursjúkra: 60 á hverja 100.000 íbúa, 4. lægsta í OECD, meðaltalið er 150.
Umhverfismál
- Umhverfisvernd
- 2. umhverfisvænasta þjóð heims skv. EPI staðli.
- Umhverfisgæði
- 9,7 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), 2. hæsta í OECD.
- Loftmengun
- 20% verða fyrir skaðlegri loftmengun, 6. lægsta í OECD, í helmingi OECD ríkja er hlutfallið hærra en 90%.
- Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
- 89%, hæsta í OECD, meðaltalið er 9%.
- Rusl á íbúa
- 350 kg, 5. lægsta í OECD, meðaltalið er 510 kg.
- Endurvinnsla
- 45% sorps endurunnið, 2. hæsta á Norðurlöndunum, 10. hæsta í OECD.
Það er rétt að minna á að þau lönd heims þar sem eru mest lífsgæði eru í OECD. Að vera í hópi þeirra bestu þar þýðir yfirleitt að landið er meðal þeirra bestu í heimi.
Eitt af ofangreindu segir kannski ekki mikið. En allt ofangreint segir okkur hátt og skýrt að við erum á réttri leið.
Væri því ekki rétt að láta af svartagallsrausinu, líta bjartsýn fram á veg og halda áfram að gera Ísland enn betra.
Heimildir: OECD, Economist, Seðlabankinn, Hagstofan o.fl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)