Hitinn hækkar hægt í Markarfljóti
2.5.2010 | 23:08

Nú bjarmar í rökkrinu af glóandi hrauni sem streymir ofan úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Varla hefur sprungan uppi lengst.
Heitt bráðvatnið hefur náð yfir til Þórólfsfell. Þar mælir Veðurstofan vatnsmagn, hitastig vatnsins og fleira. Samkvæmt mælinum er hitinn núna rétt fyrir klukkan 22 aðeins 4,9 gráður en var í dag rúmlega 11 gráður.
Hitinn við Markarfljótsbrú samkvæmt Veðurstofunni er hinsvegar á lóðbeinu stökki, er 5,13 gráður sem líklega er ekki mikið. Á sama tíma er hitastigið í Hvanná er um 3.4 gráður og í Krossá, fyrir ofan ármótin við Hvanná, er hitinn mjög svipaður. Hitastsigið hækkar því hægt miðað við gufubólstra og hraunglóð.
Myndin til hliðar er af grafinu fyrir Markarfljótsbrú.
Annars er mbl.is farinn að standa sig svo vel í fréttaflutningi og myndbirtingum að maður þarf líklega ekki að blogga meira í bili.
![]() |
Styttist í að hraun sjáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baðheitt vatn í allan dag í Markarfljóti
2.5.2010 | 20:51

Miklir gufumekkir rísa nú upp frá lónsstæðinu fyrir framan Gígjökul. Þetta byrjaði allt með smá gufuhnoðrum um klukkan 19 en upp úr kl. 20 hefur sjóðheitt bráðvatnið runnið niður eftir árkeilunni og áleiðis að Markarfljóti.
Mæli eindregið með því að lesendum opni síðuna www.vodafone.is/eldgos og skoði náttúruöflin í ham.
Vatnið undan Gígjökli hefur verið heitt í dag eins og má sjá á meðfylgjandi mynd af hitagrafi mælis í Markarfljóti við Þórólfsfell. Takið eftir miklum og nærri reglubundnum sveiflum í hita.

Þar hefur bráðvatnið blandast Markarfljóti og hefur vatnið þar í dag og í gær mælst um 15,5 gráðu heitt. Sem sagt hægt að baða sig í því þó svo að fæstir myndu nú taka áhættuna. Núna er það um 5.7 gráður og á öruggleega eftir að hækka.
Mér hefur sýnst vera frekar lítið vatn koma undan jöklinum í dag. Ef til vill hefur nú losnað um stíflu uppi í jökli sem gerir það að verkum að vatnið sem hefur verið að sjóða í allan dag nær nú niður á láglendi.
Skýringin gæti nú einnig verið vegna óvenju mikillar virkni í eldgosinu. Samkvæmt órámælunum hafa slættir náð nýjum hæðum og hafa aldrei verið meiri frá upphafi goss.
Þetta má glögglega sjá á meðfylgjandi mynd af óróamælunum eins og hann var fyrir nokkrum mínútum.
![]() |
Gosvirkni eykst enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mælaórói gosórói og enginn veit neitt
2.5.2010 | 17:36
Fín frétt hjá mbl.is. Gott hjá þeim að leita fanga í óróagröfunum hjá Veðurstofunni. Vakti undrun mína í gær hversu vaxandi gröfin voru og skiptir engu hvar tæki eru staðsett.
Efsta grafið er af Goðabungu í Mýrdalsjökli, næsta er á Eysti-Skógum og þarnæsta er frá Miðmörk. Hin eru fjarri.
Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hver skýringin er á þessum gröfum hef ég þó lesið með athygli það sem Haraldur Sigurðsson, jarðfreæðingur segir um þau á bloggi sínu. Hann segir:
Jarðskjálftafræðingar á Veðurstofu stilla mæla sína til að skrá bylgjur sem eru á tíðninni 0,5 til 1 Hz, 1 til 2 Hz, og 2 til 4 Hz.
Og svo áfram:
Lágtíðni er einkennandi fyrir vissa tegund óróa eða jarðskjálfta (1 til 5 Hz) og er talið að þeir myndist vegna kvikuhreyfinga í jarðskorpunni eða jafnvel vegna rennslis kviku í átt að yfirborði jarðar.
Óróinn myndast vegna breytilegs þrýstings þegar kvikan streymir. Það er oft sagt að órói líkist titringi sem heyrist stundum í vatnslögnum í heimahúsum. Á meðan órói er fyrir hendi, þá er líklegt að kvikan sé á hreyfingu og gos jafnvel í gangi.
Það er því einkum athyglisvert í dag á Eyjafjallajökli að óróinn heldur áfram og er nokkuð hár (sjá mynd til hliðar), þótt öskuframleiðsla sé lítil og sprengingar færri og smærri. Það bendir sennilega til þess að kvika sé að streyma upp í gíginn og að nú sé gosið komið á stig sem má kalla blandað gos. Það þýðir að gosið einkennist af bæði sprengingum vegna samspils kviku og bræðsluvatns úr jöklinum, og einnig kviku sem er að byrja að safnast fyrir í eða rétt undir gígnum.
Sem sagt óróinn á þessum mælum vísindamanna er afar gagnlegur en hvernig hann myndast er ekki vitað. Allt eru þetta tilgátur.
Sjáið til dæmis hversu óróinn er mikill síðustu daga á gröfunum en við gosið er hann varla svipur hjá þeirri sjón sem hann er núna.
EF ég væri spámaður, sem ég vissulega er ekki, myndi ég spá því að Eyjafjallajökull væri alls ekki búinn. Nýtt gos kemur upp á næstu dögum í austnverðum jöklinum, nálægt Steinsholtsjökli.
![]() |
Gosvirkni aukist töluvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næturmynd frá Mílu
2.5.2010 | 10:58

Gott hjá mbl.is að benda á vefmyndavél Vodafone. Hún er gríðarlega góð heimild um gosið vegna þess að hún geymir myndir sem teknar eru.
Í fréttinni hefði mátt geta þess að vefmyndavélin sýnir tvískipta mynda. Aðra eins og fylgir með fréttinni og hin beinist að neðri hluta gígjökuls með miklum aðdrætti.
Vefmyndavél Mílu er líka góð, ekki síst sú sem er á Valahnúk í Þórsmörk.
Um miðnætti í gærkvöldi mátti sjá meðfylgjandi mynd frá þeim sjónarhól. Hef aðeins lýst hana til að greina mætti helstu atriði eins og mökkinn og jökulin.
Myndin er ekkert listaverk en svona má fylgjast með gosinu á vefmyndavélum langt fram á nótt.
![]() |
Dökkgrátt öskuský liggur í suðaustur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)