„Laxveiđar í Jemen“ - frábćr bók.
5.2.2009 | 23:19

Ég las fína bók um daginn. Hún ber hiđ ţversagnakennda nafn Laxveiđar í Jemen eftir Paul Torday og er ţetta fyrsta skáldsagan hans.
Mćli hiklaust međ henni.
Bókin er furđuleg - veit ekki hvort ég heillađist meira af stílnum eđa frásögninni. Höfundurinn er afar góđur, sagan er sprellandi fjörug og kemur lesandanum stöđugt á óvart.
Hugsjónamađur frá Jemen, forríkur fursti, fćr ţá hugmynd ađ koma upp laxveiđiá í heimalandi sínu. Sjálfur hafđi hann heillast af íţróttinni og telur hana vel fallna til ađ stuđla ađ samlyndi og friđi. Ađal söguhetjan er fiskifrćđingur, ţurrprumpulegur náungi, gifur bankastarfsmanni sem er jafnvel enn undarlegri en undarlegast er hjónabandiđ. Jćja, en ţađ sem bjargar fiskifrćđingnum er ađ hann er stangveiđimađur, rétt eins og fursti og ţeir ná vel saman.
Inní söguna blandast vilji, viljaleysi og aftur vilji breskra stjórnvalda eđa öllu heldur stjórnmálamanna til ađ koma sjálfum sér á framfćri og nýta áhuga furstans til ađ búa til laxveiđiá í Jemen sér til framdráttar. Stórkostleg lýsing á hégómagirni stjórnmálamanna og raunar heimsku.
Frásögnin fer fram í dagbókrabrotum, viđtölum yfirheyrslum og síđast en ekki síst tölvusamskiptum. Eins og skrattinn úr sauđleggnum kemur ţessi tölvupóstur til bróđur Essad, Al-Qeada félaga í Jemen:
Abu Abdulla fyrirskipar ykkur ađ hefja ađgerđ gegn Muhammad ibn Zaidi fursta. Ţiđ ţurfiđ ađ leita til eins ađ brćđrum okkar í Finchley í London. Hann ţarf ţegar í stađ ađ hrinda í framkvćmd ađgerđ gegn furstanum til ađ útrýma honum og stöđva komu laxanna til Jemens. Viđ höfum millifćrt ţađ fé sem er til ráđstöfunnar, 27.805 dollara á venjubundinn reikning. Viđ biđjum guđ ađ leiđa ykkur rétta vegu bćđi í ţessu lífi og framhaldslífinu.
Friđur sé međ ykkur og miskun Guđs og blessun,
Tariq Anwar.
En Essad al-Queda félaginn er ekki til í ađ drepa furstann ţví sá er vinsćll og ekki síđur vegna ţess ađ upphćđin er of lítil. Ţeir prútta sem sagt og máliđ endar međ ţví ađ bróđir Essad tekur verkefniđ ađ sér var fjárhćđin til verkefnisins hćkkuđ upp í 31.725 dollara. Og bróđir Essad segir:
Bróđir Anwar, friđur sé međ ţér.
Viđ höfum fundi bróđur hér í Hadramawr sem talar dálitla ensku. Geiturnar hans ţrjátíu drápust allar nýlega úr gin- og klaufaveiki. Nú á hann engan mat, enga penginga og engar geitur. Hann gerir ţetta. Vinsamlegast sendu peningana og ţá hefjum viđ ađgerđina.
Í Guđs nafni,
Essad.
Ţetta er alveg stórkostlegt innlegg í söguna og fćrir hana í nýja vídd.
Fleira mćtti nefna eins og hinn hégómlega og grunnhyggna Meter Maxwell fjölmiđlafulltrúa forsćtisráđherra Bretlands, David Sugden, framkvćmdastjóra Ţjóđarmiđstöđvar um fiskveiđihlunnindi, sem er ekki skárri persóna.
Varla er skynsamlegt ađ rekja nánar söguţráđinn. Ég vona bara ađ ţeir sem rekast á ţessi skrif mín taki mig trúarlega og verđi sér út um bókina. Hún kom út síđasta haust hjá Máli og Menningu. Ţýđandi er Sölvi Björn Sigurđsson og skilar textanum međ mikilli prýđi á íslensku.
Tveir ráđuneytisstjórar á fullum launum
5.2.2009 | 16:25
Er ţađ traustvekjandi ţegar stjórnmálamađur sem skyndilega verđur ráđherra noti fyrsta tćkifćri til ađ hreinsa út úr ráđuneytinu óćskilega starfsmenn?
Maiđađ viđ ţann skamma tíma sem er til kosninga má fullyrđa ađ ţessi gerningur fjármálaráđherra er tómt rugl. Til viđbótar greiđir ráđuneytiđ tveimur ráđuneytisstjórum laun.
Ástćđan er örugglega sú ađ fráfarandi ráđuneytisstjóri er sagđur Sjálfstćđismađur. Sama er međ ráđuneytisstjórann í lanbúnađar- og sjávarútvegsráđuneytinu. Verđur hann ţvingađur til ađ taka pokann sinn? Verđur kannski starfsmönnum ráđuneyta gert ađ lýsa yfir stuđningi viđ Vinstri grćnna eđa hćtta ella störfum?
![]() |
Indriđi verđur ráđuneytisstjóri tímabundiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Veit Ögmundur nokkuđ um efni fyrirspurnarinnar?
5.2.2009 | 13:20
Hvers konar undanfćrslur eru ţetta hjá nýja heilbrigđisráđherranum? Af hverju getur hann ekki svarrađ Ástu Möller hreint út? Ţađ er hreint átakanlegt ađ hlusta á Ögmund Jónasson reyna ađ komast undan ţví ađ svara.
Spurningin er einföld: Ćtlar ráđherran ađ sjá til ţess ađ greiđsluţátttökukerfiđ verđi tekiđ í notkun ţann 1. apríl nćstkomandi eđa ekki? Hann getur svarađ međ jái eđa nei.
Ţess í stađ blađrar hann um einhverja frjálshyggju sem finnst ţó ekki í stefnuskrá minnihlutastjórnarinnar í heilbrigđismálum né annars stađar.
Gćti kannski veriđ ađ Ögmundur Jónasson viti bara ekki út á hvađ greiđsluţátttökukerfiđ gengur út á? Kannski ţarf hann bara ađ skreppa afsíđis og fletta laumulega upp í leiđbeiningabók fyrir nýja ráđherra í minnihlutastjórn.
250 ţúsund kall á ári er gríđarlegur peningur og ljóst ađ ţađ er ekki nema fyrir vel stćđa ađ ţurfa á mikilli heilbrigđisţjónustu ađ halda hér á landi.
![]() |
500 greiđa háan lćkniskostnađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |