Fleiri fyrirtæki munu hætta viðskiptum við Ísland

Þó ekki hafi farið mikið fyrir andstöðu við hvalveiðum í Evrópu og Ameríku þýðir það alls ekki að viðhorf fólks hafi breyst. Af fjölmörgum ástæðum, réttum og röngum, þykir flestum rangt að veiða hval.

Lítið ríki sem ætlar í hvalveiðar verður ofurselt alls kyns áróðri, miklu meiri og hatrammari en stórt ríki. Þannig munu milljónir manna fordæma hvalveiðar Íslendinga, hvetja til opinberra refsiaðgerða, taka sig saman um að sniðganga íslenskar vörur og jafnvel þau fyrirtæki sem skipta við Ísland. Við munum ekki geta rönd við reist frekar en að við gátum sinnt neinu gáfulegu PR vegna bankahrunsins. Áfram munum við mæta heift, reiði og jafnvel refsiaðgerðum af ýmsu tagi.

Ekki er furða þó breska fyrirtækið Waitrose ætli að hætta viðskiptum við Frostfisk vegna hvalveiðanna. Breska fyrirtækið þorir ekki öðru, veit að þegar áróðurinn byrjar gegn hvalveiðunum verður fyrirtækið ásamt fjölda annarra skotspónn mótmælenda. Stjórnendum hefur einfaldlega verið bent á að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið og þess vegna er staðan sú sem frá segir í fréttinni.

Fleiri fyrirtækið eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Afleiðingin verður auðvitað ferlega slæm fyrir þjóðarbúið. Stjórnvöld munu því nauðbeygð lýsa yfir hvalveiðibann næsta haust. Skiptir engu hvaða stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórnina á þessum tíma. Þetta verður niðurstaðan hvort sem okkur líkar betur eða verr.


mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband