Dugar eitt stykki frumvarp?

Jóhanna ætlar að reka bankastjóranna. Engin ástæða til að kalla þetta öðru nafni. Þjóðin krefst ekki þessa, aðeins hluti af henni, meiri- eða minnihlutinn, ekki þjóðin.

Forvitnilegt verður að sjá hvernig ætlunin er að standa að málum. Dugar að leggja fram frumvarp um endurskipulagningu sem innifelur í sér að hluti starfsmanna verði rekinn? Jafnvel bótalaust.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar minnihlutastjórnin að gera

Nú bíður maður bara spenntur eftir að heyra hvað minnihlutastjórnin ætlar að vega í atvinnumálum. Kannski hún finni einhvern tíma milli þess sem hún ræðir um mikilsverðari mál eins og að reka Davíð Oddsson.

Í stjórnarsáttmálanum segir um atvinnumál: 

Framkvæmdaáform opinberra aðila verða endurskoðuð og lögð áhersla á þjóðhagslega arðbær verkefni sem krefjast mikillar vinnuaflsþátttöku. Þá verða engin ný áform um álver kynnt fram að kosningum. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði verða rýmkaðar og tekin upp full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við slík verkefni. 

Orð eru til alls fyrst en hvenær er von á framkvæmdum. Varla þarf lengi að bíða miðað við að það var fullyrt að síðasta ríkisstjórn væri sein til verka.

 


mbl.is 13.280 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógæfumenn strax gripnir - hvítflibbar leika lausum hala

Hvað varð annars um eignir gömlu bankanna? Getur einhver rifjað það upp fyrir mér hverjir séu grunaðir þar og hvers vegna þeir leika lausum hala?

Á meðan einhverir vesalings ógæfumenn eru nær samstundis gripnir við óhæfuverk sín eru aðrir í svörtum Armanifötum með bindi sem gert hafa þjóð sína að sakamönnum og komast upp með það. Þeir síðarnefndu ráku banka og höfðu her manns í liði sínu til að hafa eftirlit með því að útlánin færu ekki til annarra en þeirra sem voru borgunarmenn. Framhjá þessu skothelda kerfi lánuðu þeir gríðarlegar fjáhæðir til einstaklinga og fyrirtækja án þess að biðja um veð eða ábyrgð. Veit einhver hvað varð um þessa peninga?

Það er segin saga að kerfið á auðveldara með að grípa einhvera vitleysinga sem brjóta lögin en gáfumennin í svörtu sem stálu peningum með að því er virðist löglegum hætti. Og við vitleysingarnir dáðumst að þessu liði en vissum ekkert hvað þeir gerðu.

Ó, hvað maður er orðinn þreyttur á þessu bulli.


mbl.is Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband