Veikur sem launþegi, frískur sem verktaki
19.2.2009 | 14:48
Mér finnst framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala skuldi skýringar á þessu fyrirkomulagi. Hvernig í ósköpunum getur það verið að menn komist upp með að raka saman fé fyrir læknisstörf en á meðan hafa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk smánarlaun fyrir sinn hlut.
Eru afköstin bara læknanna? Komu aðrir þar hvergi nærri?
Er það líka rétt að við þennan sama spítala hafi starfað læknir sem verktaki, hann hafi veikst og á meðan veikindum stóð hafi læknirinn verið munstraður sem launþegi svo hann gæti hirt laun í veikindum sínum, en eftir að hann náði fullri heilsu hafi hann komið aftur til starfa sem verktaki.
Þetta þykir mér kostuleg saga. Hún afsannar það sem oft er sagt að ekki verði bæði haldið og sleppt.
![]() |
Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var Valgerður yfirleitt hæf í stjórn bankans?
19.2.2009 | 10:08
Sá sem ekkert hefur fram að færa, hvorki hugsjón, eldmóð né góð ráð á einfaldlega ekki að sitja í nokkurri stjórn.
Það er bara hræsni að halda því fram að bankastjórn Seðlabankans sitji í óþökk einhverra. Fólkið í landinu hefur ekki tjáð sig á neinn mælanlegan hátt um bankastjórina.
Seðlabankinn hefur mikilvægum störfum að gegna í þjóðfélaginu. Valgerður Bjarnadóttir kýs að hverfa frá þeim störfum og vísar til einhvers sem ekki er hönd á festandi. Tómt rugl í manneskjunni.
Látum það nú allt vera. Hvað með þau störf sem stjórn Seðlabankans er ætlað að sinna? Getur Valgerður Bjarnadóttir bara gengið brott, skilið eftir auðan stól og látið eins og ekkert sé? Hver er ábyrgð hennar, hvernig er samviska hennar? Eða finnst henni Davíð Oddsson bara svo leiðinlegur á fundum?
Nei, eitthvað annað býr þarna að baki. Kannski Valgerði langi á þing og hún sé einfaldlega að vekja athygli á sjálfri sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar. Að öðru leyti er ekki hægt að skýra á sennilegan hátt flótta Valgerðar úr Seðlabankanum. Nema þá að hún hafi aldrei átt erindi þangað inn, sé bara ekki hæf - skilji ekki verkefnin.
![]() |
Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |