Köllum svona fólk réttum nöfnum

Er ekki í lagi að fara að kalla þetta fólk sínum réttu nöfnum? Hér eru áreiðanlega ekki um „mótmælendur“ að ræða heldur fólk sem kemur af allt öðrum hvötum og miður geðslegum.

Það er alveg ljóst að fólk sem vill tjá sig um efnahagsþreningar þjóðarinnar kemur ekki saman síðla laugardagskvölds. Held að flestir geti nú séð í gegnum svoleiðis skrum.

Að sjálfsögðu á lögrelgan að hreinsa til á torginu, leyfa þessu fólki að hvíla sig á kostnað skattborgaranna.


mbl.is Enn reynt að kveikja eld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratarnir kunna bakstunguna

Þaðer ekki fallegur leikur sem þeir kratarnir iðka, stinga formann sinn í bakið hvenær sem færi gefst. Nýlundan er hins vegar sú að nú er það fyrrum formaður Alþýðuflokksins sem grípur til kutans og rekur hann svo langt sem hann drífur og snýr.

Jón Baldvin var kallinn í brúnni sem fiskaði ekki. Þrátt fyrir miklar gáfur, enn meiri mælsku og gríðarlega þörf fyrir kastljósið vildi svo einkennilega til að kjósendum hugnaðist hann aldrei, framboðið var einfaldlega óþægilega meira en eftirspurnin. Líklega glaðnaði eitthvað yfir vinsælum hans eftir að hann kom úr áralangri útlegð á vegum skattborgaranna. Þá voru komnar nýjar kynslóðir og margir dáðu hann og elskuðu fyrir það sem haldið var að hann væri.

Og Jón Baldvin kann bakstunguna, hann hefur iðkað hana áður. Skyldi kallinn hafa erindi sem erfiði af þessari yfirlýsingu sinni? Varla ...


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking og VG = Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag

Þetta fólk gat ekki búið saman í Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi. Það gat ekki sameinast um einn vinstri flokk og þess vegna varð Samfylkingin og Vinstri grænir til.

Þarna var fyrst og fremst um að ræða nafnabreytingar rétt eins og samviskulaus kapítalisti stofnar nýtt fyrirtæki þegar orðspor annars hefur farið fjandans til.

En hvað hefur breyst? Sárafátt. Jón Baldvin vokir enn yfir krötum og Ólafur Ragnar er allt um kring.

Ekki sér fyrir endan á áratugalangri þrautagöngu vinstri manna. Hamingja þeirra virðist þó fólgin í einhvers konar samstarfi, ef ekki sameiningu á má treysta á einhvers konar samband í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Ástæða er til að hvetja vinstri menn til áframhaldandi sameiningartilraunar. Fyrst ekki var hægt að sameina Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið þá hlýtur að vera hægt að sameina Samfylkinguna og Vinstri græna. Eða hvað?

Fyrir alla muni myndið kosningabandalag, lofið stjórnarsamstarfi fyrir næstu kosningar, búið til stjórnarsáttmála og farið á rauðu ljósi um allt land. Kjósendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvað bíður þeirra.


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband