„Tveir flokksgæðingar“
12.2.2009 | 15:51
Það er framlag hans til stöðugleikan í landinu," sagði Steingrímur og bætti við að svo virtist sem flokkurinn hafi meiri áhyggjur af atvinnu tveggja flokksgæðinga en atvinnuleysi 13-14 þúsund manns.
Svona er þetta með hann Steingrím. Hann getur ekki haldið grímunni, missir sig einatt í æsingnum. Í gær virtist hann vera hinn rólegi og yfirvegaði stjórnmálamaður sem vildi fá Val Valsson og Magnús Gunnarsson til að halda áfram sem formenn tveggja bankaráða.
Í dag er Steingrímur eins og hann á að sér að vera og kallar þá Val og Magnús flokksgæðinga.
Þar með vitum við það.
Jóhann er búin að lýsa því yfir að það þurfi að hreinsa til í bankaráðunum og Steingrímur vill flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins út.
![]() |
Niðursveiflan meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Samfylkingin gjörsamlega heyrnarlaus og minnislaus?
12.2.2009 | 14:23
Man þessi Össur ekki neitt? Var það ekki Samfylkingin, formaður hennar, Össur og fleiri þingmenn sem héldu því fram að stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkin væri sjálfhætt myndi landsfundur hans hafna aðildarviðræðum um inngöngu í ESB?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna að undirbúning þess að ræða ESB aðild á næsta landsfundi. að hefur ekkert breyst. Vandað hefur verið til undirbúningsins og má fullyrða að enginn flokkur hafi rætt þetta mál betur. Hins vegar sýnist mér að pólitík Össurar og annarrra Samfylkingarmanna sé orðin svo stæk að mikill meirihluti landsfundarins mun hafna aðildarviðræðum.
Ég hef hingað til verið afar tvístígandi í þessum málum en hallast nú helst að því að við eigum að láta ESB algjörlega eiga sig í bili.
En hvar standa Vinstri grænir? Hvaða hænufet hafa þeir stigið í áttina að ESB? Því er fljótsvarað, ekkert, alls ekkert! Samfylkingin hefur ekki heldur krafst eins eða neins varðandi ESB af VG, stjórnarsamstarfinu er ekki sjálfshætt vegna ESB, engar kröfur eru um krónuna, engar kröfur eru um Evru. Samfylkingin er gjörsamlega minnislaus og heyrnarlaus.
VG mun aldrei samþykkja inngöngu inn í ESB, miklu minni líkur eru á því en að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki inngönguna.
![]() |
Eitt hænufet til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Mogginn að klikka á fyrirsagnagerð?
12.2.2009 | 08:51

Athygli mín vaknaði þegar ég las fyrirsögnina; Enn einn í formannsslag. Gekk út frá því sem vísu að nýr maður hefði ákveðið að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni.
Nei, Bjarni er bara sá eini sem hefur ENN hefur lýst yfir framboði.
Jæja. Þá er það eitt eftir að kvarta undan Mogganum sem er æ slakari í fyrirsagnasmíðinni. Ég man það frá því ég stundaði blaðamennsku í gamla daga að mikil áhersla var lögð á fyrirsagnir. Þetta lærði ég síðar í markaðsmálunum og ekki síður í almannatengslunum. Fyrirsögnin dregur lesandann að efni greinarinnar. Hver einasta frétt og grein er í samkeppni við aðrar og framboðið er svo mikið að venjulegur maður kemst ekki yfir að lesa allt. Þar með veltur svo óskaplega mikið á fyrirsögninni - jú, og kannski einnig mynd.
Í morgun var frétt á forsíðu Moggans með þessari fyrirsögn: Félög skrá á Tortola eru 136 talsins. Af hverju var fyrirsögnin ekki 136 fyrirtæki skráð á Tortola? Fréttin er hins vegar svakalegt innlegg í umræðuna um bankahrunið. Greinilegt að Moggin leggur mikla vinnu í rannsóknir.
![]() |
Enn einn í formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)