Þorgerður er traustur stjórnmálamaður
10.2.2009 | 18:30
Þorgerður Katrín er skynsöm kona og afar traustur og góður stjórnmálamaður. Ég mun styðja hana sem varaformann.
Óljóst virðist með nýjan formann Sjálfstæðisflokksins. Eini landsfundarfulltrúinn sem tekið hefur af skarið eftir því sem ég man eftir er Bjarni Benediktsson. Hann þekki ég hins vegar lítið og ég held að þannig sé um marga aðra. Veit þó að hann er rökfastur og skynsamur maður.
Ég myndi gjarnan vilja fá fleiri til að stíga fram og gefa kost á sér í þetta mikilvæga embætti. Til dæmis væri akkur í því að fá Kristján Þór Júlíusson til að lýsa yfir framboði. Hann er margreyndur maður í sveitarstjórnarmálum, hefur góð tengsl við grasrótina eins og það heitir.
![]() |
Þorgerður Katrín ekki í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreinsanir þriggjamánaðaminnihlutatjórnarinnar
10.2.2009 | 16:58
Þeir hafa greinilega fengið að heyra það, formenn bankaráðanna. Þeir njóta ekki trausts nýju minnihlutastjórnarinnar og skulu koma sér burt. Skiptir engu þótt hér sé um afar færa og vandaða menn, þeir skulu fara. Hvað sem það kostar, þá skal hreinsað til.
Allir þeir sem hugsanlega geta tengst Sjálfstæðisflokknum, hversu fjarlægt sem það kunni að vera, allir þeir sem einhvern tímann hafa tekið í hendina á Geir H. Haarde eða Davíð Oddsyni, skulu fjarlægðir, allir þeir sem einhvern tíman hafa verið undir sama þaki og forystumenn Sjáflstæðisflokksins eru sjálfkrafa óhæfir af því einn þeirra heitir Davíð Oddson.
Þetta eru ekki bara Magnús Gunnarsson og Valur Valsson, heldur ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, að sjálfsögðu Seðlabankastjórarnir og eflaust margir fleiri.
Nú ætlar þriggjamánaðaminnihlutatjórnin að koma þeim að sem henni hugnast betur, setja mark sitt á stjórnmálin til langrar framtíðar.
Verði minnihlutastjórninni að góðu. Það eru að koma þingkosningar. Sjáum hvað þá setur.
![]() |
Formenn bankaráða segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Yfirlýsing ráðherra vegna ummæla forsetans!!!
10.2.2009 | 14:54
Forseti Íslands ber einungis ábyrgð á stjórnarathöfnum með atbeina ráðherra. Í sjálfu sér er forsetinn valdalaus og ekki ætlast til að hann hafi neitt framkvæmdavald. Það veldur hins vegar vanda þegar forsetinn tjáir sig um þjóðmál rétt eins og hann væri hluti framkvæmdavaldsins.
Vandinn í þessu samhengi er einfaldlega sá að um leið og forsetinn tjáir sig um stjórnmál tekur hann viljandi eða óvildandi afstöðu og það sem verra er hann kemur ríkinu í verulegan bobba á alþjóðavettvangi.
Ráðherrar eiga ekki að þurfa að verja forseta lýðveldisins og hvað þá að þeir eigi að þurfa að leiðrétta ummæli hans.
Nú kunna ýmsir að halda því fram að með þessum orðum sé verið að múlbinda embættið. Það má vel vera að svo sé. Það er hins vegar betri kostur en hinn sem í boði er. Fyrri forsetar völdu þann kost að tjá sig lítið, hvorki í ræðu né riti. Fyrir vikið var mikil samstaða um embættið og virðing þeirra sem því gengdu nær óskoruð.
Stjórnarskrá lýðveldisins er þannig að við lýðveldisstofnunina tók forseti við störfum konungs án þess að störf þess fyrrnefnda væru að neinu marki skilgreind. Þess vegna hafa lögspekingar haft ærinn starfa við að ráða í tilganginn með hinum ýmsu greinum stjórnarskrárinnar en fæstir hafa þeir túlkað hana svo frjálslega sem núverandi forseti.
Ljóst er að mikill áhugi er á breytingum á stjórnarskránni og því næsta öruggt að breytingar verða á forsetaembættinu.
Ýmislegt bendir til þess að forsetaembættið muni verða aflagt í núverandi mynd þegar núverandi kjörtímabili lýkur.
![]() |
Óbreytt afstaða stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lækkun stýrivaxta veldur enn meiri skerðingu
10.2.2009 | 08:28
![]() |
Skerða lífeyri um allt að 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |