Við þurfum nýja stjórnmálamenn - eldmóð
31.1.2009 | 11:56
Framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson setur hér gott fordæmi sem stjórnmálamenn í öllum flokkum ættu að taka til eftirbreytni. Bankahrunið í haust markaði tímamót. Þörf er á því að þeir sem þá sátu á þingi eiga að hugsa sinn gang og helst hverfa sem flestir á braut.
Staðreyndin er sú að við þurfum nýtt fólk sem er tilbúið til að koma til starfa fyrir þjóðina, fólk með nýjar lausnir, óbundið af verkum þeirra sem fyrir voru.
Hér er því ekki haldið fram að núverandi þingmenn beri allir ábyrgð. Hins vegar gerðist þetta allt saman á þeirra vakt er þeir áttu að gæta fjöreggsins. Þess vegna þurfum við nýtt fólk, nýtt verklag, eldmóð sem dregur þjóðina upp úr foraði kreppunnar og getur endurvakið álit annarra þjóða á landi og þjóð.
![]() |
Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tvennt vekur athygli við leppstjórnina
31.1.2009 | 10:08
Það er tvennt sem vekur athygli í þessari frétt.
1. Þrátt fyrir að Gylfi Magnússon, hagfræðingur, eigi að vera viðskiptaráðherra í nýrri stjórn komast pólitíkusar upp með stjórnarsáttmála sem er óraunsær að mati annarra hagfræðingar. Líklegast hefur Gylfi ekki fengið að lesa stjórnarsáttmálann sem verður að teljast ávirðing á hann og pólitíkusanna.
2. Hér er um að ræða ríkisstjórn sem ætlað er að starfa í mjög skamman tíma og aukinheldur hefur ekki mörg úrræði til starfa síns eftir að þingi hefur verið slitið. Hvað er þá Framsóknar að skipta sér af stjórnarsáttmála sem af eðli máls er á á að vera innantómt hjal í ljósrauðum bjarma til að slá ryki í augu kjósenda í komandi kosningum? Nema þá að Framsókn hafi fattað og stundi nú skæruliðastarfsemi. Gæti það verið?
Fatta menn ekki tilganginn með þessari ríkisstjórn?
Hann er einfaldlega að vera forleikur sem á að telja fólki trú um að framhaldið verði yndislegt ... Jóhann er leppur Ingibjargar. Sú síðarnefnda mun ekki gefa kost á sér í næstu kosningum, hennar tími er kominn.
Tveir utanaðkomandi fræðimenn eru settir sem ráðherra. Það mun engin áhrif hafa vegna þess að þeirra tími er að óbreyttu einungis fram að næstu kosningum.
Vilji svo ólíklega til að Vinstri grænir og Samfylkingin nái meirihluta á Alþingi þá fá tveir fræðimenn sparkið og Framsóknarflokkurinn verður sendur beinustu leið í stjórnarandstöðu.
Þessi ríkisstjórn er leppstjórn. Hin raunverulegi tilgangur er að búa í haginn fyrir raunverulegri vinstristjórn í kosningum. Ekki er ég alveg viss um að hægrisinnaðir kratar eða miðufólk séu sammála þessari leið.
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |